Hið óhugnanlega

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hið óhugnanlega er hugtak komið frá Freud sem lýsir því sem er í senn kunnuglegt og framandi. í ritgerð Freuds Das Unheimliche (Hið óhugnanlega) reynir hann að skýra eðli þess sem vekur okkur ótta og veldur hryllingi og byrjar á því að rýna í orðsifjafræði og merkingu þýska orðsins umheimlich. Þessi skoðun Freuds minnir á aðferðir sem seinna komu fram um afbyggingu (deconstruction) í textagreiningu. Hið óhugnanlega er gamalkunnugt efni sem er dregið fram í dagsljósið og Freud telur það vegna þess að við erum minnt á efni sem við viljum bæla niður og bægja frá okkur og fela og leyna. Tilfinningin vísar til þess að eitt hvað gamalkunnugt birtist okkur á óþægilegan, ókunnugan og framandi hátt og það sem er ókunnugt virðist vera undarlega kunnuglegt. Hugsunina um hvort vera sé lifandi sé af þeim toga og í skáldskap er það eitt dæmi um óhugnaðartilfinningu hjá lesendum ef þeir velkjast í vafa um hvort sögupersóna sé lifandi, tvífaraminni í skáldskap og endurtekningu á því sama eins og þegar maður reynir að rata í ókunnri borg og lendir alltaf á sama staðnum eða rekst á sömu tákn. Óhugnaðurinn við endurtekningu má rekja til þess að við erum minnt á eitt hvað sem við reynum að bæla.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.