Hermann Heinrich Gossen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hermann Heinrich Gossen (7. september 1810 – 13. febrúar 1858) var prússneskur hagfræðingur og embættismaður. Gossen er talinn vera fyrsti fræðimaðurinn til að setja fram fullþróaða hlutfallstekjukenningu, byggða á jaðarnytjareglunni. Gossen er, ásamt Cournot og Thünen, talinn einn mikilvægasti fyrirrennari jaðarbyltingarinnar og nýklassískrar hagfræði

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Heinrich Wilhelm Joseph Hermann Gossen fæddist 7. september árið 1810 í þýsku - þá prússnesku - borginni Duren, mitt á milli Aachen og Köln. Hann ólst upp í trúrækinni kaþólskri fjölskyldu, faðir hans var embættismaður og var með gríðarlega forræðishyggju yfir Gossen. Hann sýndi ungur áhuga á stærðfræði en var neyddur af föður sínum til að læra lögfræði.[1]

Eftir að hann lauk stúdentsprófi árið 1829, skráði Gossen sig í háskólann í Bonn til að læra lögfræði og stjórnsýslu. Til að útskrifast úr Bonn og vera titlaður lögfræðingur þurfti hann að skrifa fjórar stórar prófritgerðir. Hann rétt svo stóðst öll prófin árið 1834 og hélt síðan sama ár för sinni í prússneska embættismennsku. Hann gerðist nokkurs konar lögfræðingur fyrir dómara í dómstólum. Árið 1841 ákvað Gossen að hætta í opinberri þjónustu þar sem hann þurfti að sjá um veikburða föður sinn. Hann sneri því aftur til Bonn og í frítíma sínum sótti hann á ný fyrirlestra í háskólanum og varð fljótlega aftur hugfanginn við að hefja akademískan feril. [2]

Faðir hans dó í október árið 1847 og skildi Gossen eftir með hóflegt fjármagn til að sjá fyrir útgjöldum sínum næstu árin. Gossen fluttist þá til Berlínar og hófar þar skrif á þekktasta riti sínu “Development of the Laws of Human Relationships and Rules to Be Derived Therefrom for Human Action". Árið 1849 fór hann í stuttan tíma út í vátryggingastarfsemi með belgískum félaga sínum en fyrirtækið náði litlum árangri. Gossen lést úr berklum 13. febrúar árið 1858 þá aðeins 48 ára gamall. [3]

Framlög til hagfræðinnar[breyta | breyta frumkóða]

Þrátt fyrir að Gossen fyndist bók sín “Development of the Laws of Human Relationships and Rules to Be Derived Therefrom for Human Action"  vera frekar skrítin og ókláruð ákvað hann þó að gefa hana út árið 1854 vegna hrakandi heilsu sinnar.  Hann hafði gríðarlegar væntingar um bókina og vonir um að hann yrði viðurkenndur snillingur fyrir hana. Þrátt fyrir miklar vonir fékk bókin fékk litla sem enga eftirtekt og varð Gossen fyrir miklum vonbrigðum. Að hluta til stafaði áhugaleysið af því að áhugi hans á stærðfræði leiddi til þess að hann flækti bókina með of stórum skammti af gagnslausum stærðfræðiformúlum ásamt því að eftir að hafa verið embættismaður í prússnesku ríkisstjórninni var tungumál hans afar erfitt að skilja. Vonbrigði hans varðandi litla eftirtekt almennings á bókinni leiddi til þess að hann sá til að öll afrit bókarinnar yrðu innkölluð og eyðilögð í kjölfarið.[4]

Áhrif[breyta | breyta frumkóða]

Síðar kom í ljós að verk Gossens hafði ekki verið eytt eins og hann hafði óskað eftir, en árið 1878 fann Robert Adamson prófessor í heimspeki eintak af henni í British Museum, og var það þá sem að verk hans var loks afhjúpað. Hann tilkynnti kollega sínum sínum William Stanley Jevons frá eintakinu og gerði Jevons sér strax grein fyrir mikilvægi verksins. Jevons tilkynnti síðan Léon Walras frá því í framhaldinu. Framlag Gossen var viðurkennt af Jevons í annarri útgáfu (1879) af TPE. Nokkrum árum síðar, árið 1885 skrifaði Walras grein um Gossen fyrir “Journal des economistes). Árið 1889 var bókin endurprentuð en þrátt fyrir aukinn áhuga á ritinu var útbreiðsla hennar enn takmörkuð.

Gossen var bæði jaðarmaður og brautryðjandi í þróun hinnar svokölluðu virðiskenningar á grundvelli jaðarnytjareglunnar. Virðiskenningin felur í sér að verðmæti endurspeglar notagildi eða ánægju sem einstaklingur upplifir af hlutnum. Ólíkt mörgum öðrum frumjaðarsinnum var Gossen meðvitaður um byltingarkennd eðli verk síns og líkti sjálfum sér samstundis við Nikulás Kópernikus. Fræðirit Gossens var skipt í tvo hluta, fyrri hlutinn snýst um fræðilegar kenningar sem hafa laðað að sér athygli á árum langt eftir að Gossen lést og í síðari hlutanum fer hann í hagnýta hagfræði. Bók hans er um ákvarðanir og reglur í mannlegum samskiptum. En hann byrjar bók sína á því að setja fram heimspekilega játningu um nytjahyggju og lýsir yfir þeirri forsendur að maðurinn leitast við að hámarka ánægju og lágmarka sársauka, áður en farið er í að ákvarða lögmálin um gildi.[5] Gossen setti fram þrjú lögmál,

Fyrsta lögmálið er útgáfa af því sem er nú kallað lögmálið um minnkandi jaðarafköst sem eru einnig framsett á myndrænan hátt. Lögmálið segir að því meira magn sem að þú hefur af því góða, t.d. brauði, því minna notagildi eða ánægju myndi maður öðlast af auka brauði.

Annað lögmál Gossen, hans frægasta og mikilvægasta lögmál sem er dregið fram af fyrra lögmálinu og þeirri forsendu að vegna takmarkaðra greiðslumáta sé þörf vöru ekki fullkomlega mettuð. Hámörkun nytja undir takmörkun fjárhagsáætlunar felur í sér að síðasta eining af peningum sem varið er í mismunandi vörur skuli gefa sömu nytjar fyrir hverja viðbætta vöru. Ef að þetta er ekki uppfyllt, t.d. ef að síðasta pundið eða dollarinn sem varið er í brauð myndi auka notagildi neytandans minna en annars konar eyðslu þessa peninga á t.d epli, þá gæti neytandinn aukið notagildi sitt með því að kaupa minna af brauði og í staðinn meira af epli. Hámörkun nytja felur einnig í sér að hlutfallið á milli jaðarnytja vöru og verð hennar er það sama fyrir allar vörur sem mikið er neytt af. Nálgun Gossen var svolítið frábrugðin nútímatextum en helstu niðurstöður hans voru nokkurn vegin þær sömu.[6]

Þriðja lögmálið sem að Gossen lagði fram var að vara hefur aðeins virði þegar að eftirspurnin eftir henni er meiri en framboðið, þ.e. huglægur skortur er uppspretta verðmæta. Eða eins og Gossen setti lögmálið fram, þar sem að jaðarnytjar minnka með neyslu, getur vara aðeins haft jákvæð jaðarnyt ef tiltækt framboð er minna en það sem þarf til mettunar. Annars verður löngunin til þess mettuð og jaðarnytin núll. [7]

Auk þriggja laga Gossens var hann fyrstur til að skilja að tíminn er stór þáttur verðmætis. En Gossen notaði tíma en ekki magn í framsetningu sinni á nytjaföllum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Hermann Heinrich Gossen | Encyclopedia.com“. www.encyclopedia.com. Sótt 22. október 2022.
  2. „The fate of new ideas: Hermann Heinrich Gossen, - ProQuest“. www.proquest.com (enska). Sótt 22. október 2022.
  3. „Hermann Gossen - Policonomics“ (bandarísk enska). 22. desember 2012. Sótt 22. október 2022.
  4. „The fate of new ideas: Hermann Heinrich Gossen, - ProQuest“. www.proquest.com (enska). Sótt 22. október 2022.
  5. „Heinrich Gossen“. www.hetwebsite.net. Sótt 22. október 2022.
  6. Bo Sandelin, Hans-Michael Trauten and Richard Wundrak (2014). A Short History of Economic Thought. Routledge.
  7. „Heinrich Gossen“. www.hetwebsite.net. Sótt 22. október 2022.