Herbert Marcuse

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Herbert Marcuse (1955)

Herbert Marcuse (19. júlí 189829. júlí 1979) var þýskur-Bandarískur heimspekingur, félagsfræðingur, pólitískur kenningasmiður og einn af meðlimum Frankfurtskólans. Hann gagnrýndi kapítalisma, nútímatækni, sögulega efnishyggju og afþreyingarmenningu og taldi þá þætti vera nýja tegund félagslegs stjórntækis síns tíma. Hann hafði mikil áhrif á og studdi róttæklinga sjötta og sjöunda áratugarinns, var einn helsti kenningarsmiður Stúdendahreyfinga frelsisbaráttunnar, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Hann kenndi við háskóla og sinnti ýmiskonar rannsóknarstörfum fyrir Bandaríska ríkið. Marcuse var einn af merkustu fræðimönnum 20 aldarinnar.

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Marcuse fæddist í Berlín í Þýskalandi en lést eftir að hafa fengið heilablóðfall. Hann þrígiftist og eignaðist einn son. Hann fluttist til Bandaríkjanna árið 1934, öðlaðist ríkisborgararétt árið 1940 og bjó þar til dauðadags. Marcuse stundaði nám við háskólann í Berlin og Freiburg þar sem hann fékk Ph.D árið 1922.

Í Bandaríkjunum starfaði hann hjá ríkinu við rannsóknir á ýmsum verkefnum s.s. eins og Þýskalandi í seinni heimstyrjöldinni, einnig starfaði Marcuse sem yfirmaður Seðlabanka Evrópu í Bandaríkjunum. Eftir 1952 hóf hann störf sem kennari í Bandarískum háskólum. Marcuse var pólitískur hugmyndasmiður og einn helsti kenningasmiður hins nýja vinstris. Með gagnrýni sinni á kapítalismanum varð hann þekktur sem faðir hins nýja vinstris og kom oft fram á mótmælum stúdenta í frelsisbaráttunni. Honum líkaði ekki sú fjölmiðlaathygli sem hann fékk út á það og eftir 1965 snéri hann sér alfarið af kennslu, skrifum og hélt fyrirlestra um heiminn til dauðadags.

Frankfúrtskólinn og Critical theory[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1933 gekk hann til liðs við hóp manna sem kenndu sig við Frankfurtskólann og varð einn af helstu kenningarsmiðum stefnu þeirra ásamt Max Horkheimer og Theodor Adorno. Hann starfaði með skólanum frá Bandaríkjunum allt til dauðadags og tók þátt í að þróa Critical Theory þar sem samfélagið og menning samtímans var skoðað.

Fræðistörf[breyta | breyta frumkóða]

Verk Marcuse einkenndust að mestu leiti á endurskoðun á upphafstúlkunum Karl Marx. Hann sannmælist Marx en víkkaði út hugmyndir hans. Marcues skrifaði um, skoðaði og gagnrýndi einokun kapítalisma og fasisma. Hann talaði um að alræðisvald gæti viðgengis innan kapítalískra ríkja og var gagnrýndur af íhaldsmönnum fyrir vikið. Hann taldi menn finna sál sína í dauðum hlutum fjöldaframleiðslunar. Að þrýstingur neyslusmafélagsis skapaði falskar þarfi hjá fólki sem tapaði þannig frelsi sínu, m.a. til að standa upp og berjast. Samfélagið væri því einsleitt og félagslega stýrt af kapítalismanum.

Ein af þekktustu verkum Marcuse eru Eros and Civilization (1955) og One-Dimensional man (1964) eða Hinn einvíði maður sem talin er eitt mikilvægasta verk The Critical theory Frankfurtskólans. Önnur verk voru meðal annars, A Critical Analysis (1958) og Celebrated as Father of the new left.

Hinn einvíði maður[breyta | breyta frumkóða]

Marcuse skrifar Einvíða manninn á fimmta og sjötta tug síðustu aldar. Þar greinir hann samtímasamfélag sitt og gagnrýnir það harðlega. Bókin er ádeila á kapítalisma, kommúnisma og hin nútíma vestrænu samfélög sem félagslegt stjórntæki samfélagsins. Marcuse var svartsýnn á þann möguleika að samfélagið lagist og frelsist en lýsir þó vonum heimspekinga að í stað einsleitar hegðunar og hugsanagangs geti komið aukið frelsi og aukin hamingja. Í bókinni lýsir Marcuse þeim tækniframförum sem hafa orðið í samfélaginu, hvernig sú þróun hefur haft varanleg áhrif á vinnuaflið og afþreyingu fólks. Hann lítur ekki á tækniframfarirnar sem jákvæðar afleiðngar fólks heldur beina ógn við frelsi þess og sjálfstæði.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]