Henry (SI-mælieining)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Henry er SI-mælieining spans, táknuð með H. Nefnd í höfuðið á bandarískum vísindamanni Joseph Henry (1797-1878). Jafngildir spani því, sem veldur spennufallinu einu volti í rafrás, þegar rafstraumurinn breytist um einn amper á sekúndu, þ.e. 1 H = 1 Vs/A = Wb/A.