Helgustaðahreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Helgustaðahreppur

Helgustaðahreppur var hreppur á Austfjörðum í Suður-Múlasýslu. Lá hann norðan megin Reyðarfjarðar, utan Eskifjarðar, kenndur við bæinn Helgustaði.

Hreppurinn var stofnaður árið 1907 þegar Reyðarfjarðarhreppi var skipt í þrennt. Hinn 1. janúar 1988 sameinaðist Helgustaðahreppur Eskifjarðarkaupstað. Frá 1998 hefur hann verið hluti Fjarðabyggðar.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.