Fara í innihald

Helgi Grímur Hermannsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Helgi árið 2020.

Helgi Grímur, einnig þekktur sem Helgi Dragon er íslenskur listamaður. Hann útskrifaðist árið 2019 frá Listaháskóla Íslands frá sviðshöfundabraut.

Helgi er einn af höfundum leiksýningarinnar How to Make Love to a Man sem var frumsýnt í Borgarleikhúsinu 19. mars 2022[1]. Helgi og vinur hans Jökull Smári Jakobsson unnu að listaverkinu Lúxusskrímslið sem er vera komin frá plánetunni Lúxmúx og var það til sýnis í Kópavogi árið 2020[2]. Helgi hefur gefið út eina hljóðbók en hún bar nafnið Raunir Erbanors. Hjóðbókin er meinfyndið og kaldhæðið verk fyrir öll fullorðin börn og barnalega fullorðna. Tónlistamaðurinn Atli Arnarsson vann hljóðið og samdi tónlist fyrir bókina.

  1. Borgarleikhúsið (2022). „How to make love to a man“.
  2. Óttar Kolbeinsson Proppé (Júlí 2020). „Lúxus­skrímsli gerir sig heima­komið í Foss­vogs­dal“. Fréttablaðið.