Söguspeki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Heimspeki sögunnar)

Söguspeki eða heimspeki sögunnar er undirgrein heimspekinnar sem fæst við mannkynssöguna og heimspekilegar undirstöður sagnfræðinnar. Söguspekin spyr meðal annars spurninga um þýðingu mannkynssögunnar og eðli hennar, til dæmis um markhyggju í mannkynssögunni.

Meðal spurninga sem söguspekingar spyrja má nefna:

  • Hvert ætti að vera meginviðfang fræðigreinar um fortíðina — einstaklingurinn? Tiltekin samfélög? Siðmenningin í heild sinni? Eða mannskepnan sem tegund? Og hvaða máli skiptir frá hvaða sjónarhorni sagan er rannsökuð?
  • Eru einhver mynstur í mannkynssögunni? Endurtekur sagan sig? Er framför í mannkynssögunni? Eða afturför? Eða er mannkynssagan tilviljanakennd og merkingarlaus?
  • Ef greina má framför (eða afturför) í mannkynssögunni, að hverju stefnir hún þá? Og hvað veldur þróuninni?

Söguspeki ætti ekki að rugla saman við heimspekisögu, sem fjallar um sögu heimspekinnar.

Söguspekingar[breyta | breyta frumkóða]

Eftirfarandi er listi yfir heimspekinga sem hafa fengist við söguspeki (listinn er ekki tæmandi):