Fara í innihald

Hedenbergít

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hedenbergít

Hedenbergít er háhitasteind og er afbrigði af pýroxeni.

Grannir glergljáandi, dökkgrænir stönglar. Kristalar geta verið allt að 0,5 cm langir.

  • Efnasamsetning: Ca(Fe,Mg)Si2O6
  • Kristalgerð: Mónóklín
  • Harka: 5½-6
  • Eðlisþyngd: 3,2-3,6
  • Kleyfni: Góð á tvo vegu

Myndun og útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Byrjar að myndast sem holufylling við 400°C hita og hefur fundist við jaðra djúpbergsinnskota á Suðausturlandi.

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2
  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.