Harper (Líberíu)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af Líberíu - Harper er neðst til hægri.

Harper er bær með um 30 000 íbúa sem stendur á syðsta odda Líberíu, Palmas-höfða í Maryland-sýslu allrasyðst í landinu. Höfðinn er vesturmörk Gíneuflóa. Borgin var mikilvæg stjórnsýslumiðstöð áður fyrr en var að miklu leyti lögð í rúst í borgarastríðinu. Hún er núna á valdi Friðargæsluliðs SÞ og í hægri endurbyggingu.