Harmageddon (útvarpsþáttur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Harmageddon er íslenskur hlaðvarpsþáttur. Hann var sendur fyrst út á útvarpsstöðinni X-inu 977 frá árinu 2008 og hélt þar áfram þar til loka 2021.[1] Frá 2023 varð þátturinn hlaðvarp og með áskrift.[2]

Harmageddon er viðtalsþáttur með rökræðum og jafnvel rifrildum.[3][4] Blaz Roca og Anna Tara Andrésdóttir voru afleysingarmenn í þættinum um tíma.[5] Íslenskir fjölmiðlar, þá sérstaklega systurmiðlar X-ins, hafa nokkrum sinnum vísað í viðtöl Harmageddon.

Stjórnandi þáttarins er Frosti Logason. Áður var með honum Þorkell Máni Pétursson.

Þátturinn er nú á hlaðvarpinu Brotkast sem Frosti heldur úti.

Deilur[breyta | breyta frumkóða]

Í þættinum kom iðnaðarmaður sem hafnaði ásökunum að taka að sér málingar- og múrvinnu án menntunar, en var síðar dæmdur fyrir það fyrir héraðsdómi.[6] Þátturinn reyndi að stilla á milli Blaz Roca og Móra, sem deildu á sínum tíma, en það magnaðist upp í tilraun til hnífsárásar.[7] Biskupsstofa var oft ósátt við ummæli Harmageddon.[4]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Skrýtin tilfinning að hætta“. www.mbl.is .
  2. „Frosti Loga snýr aftur með Harmageddon“. DV . 23. janúar 2023. Sótt 16. maí 2023.
  3. „Ég þarf ekki að hafa mikið fyrir því að vera ekki fáviti“. Fréttatíminn. 2014 – gegnum Tímarit.is.
  4. 4,0 4,1 „Enginn kvartað eins mikið og Biskupsstofa“. Dagblaðið Vísir. 2016 – gegnum Tímarit.is.
  5. „Mun bola Frosta úr Harmageddon“. Fréttablaðið. 2014 – gegnum Tímarit.is.
  6. „Síbrotamaður sakaður um að svíkja húsfélög“. Fréttablaðið. 2015 – gegnum Tímarit.is.
  7. „Réðst að rappara með hnífi“. Morgunblaðið. 2010 – gegnum Tímarit.is.
  Þessi dægurmenningagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.