Fara í innihald

Haraldur Böðvarsson hf.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Haraldur Böðvarsson hf.
Rekstrarform Hlutafélag
Stofnað 1906
Stofnandi Haraldur Böðvarsson
Örlög Sameinað í HB Granda
Staðsetning Akranes
Starfsemi Sjávarútvegur

Haraldur Böðvarsson hf. var útgerðarfyrirtæki á Akranesi sem var stofnað 17. nóvember 1906 af Haraldi Böðvarssyni sem festi þá kaup á sexæringnum Helgu Maríu. Fyrirtækið sameinaðist öðrum útgerðarfyrirtækjum á Akranesi 27. apríl 1991 þegar Heimaskagi hf. og Síldar- og fiskimjölsverksmiðja Akraness gengu inn í það[1].

Fyrirtækið sameinaðist svo Granda árið 2004 og úr varð HB Grandi.

  1. Haraldur Böðvarsson hf. 85 ára
  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.