Fara í innihald

Hans Talhoffer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hans Talhoffer, teikning frá 1467.
Mynd númer 25 úr handriti Talhoffers frá 1467. Hún sýnir tvo menn vopnuðum langsverðum í sitt hvorri varðstöðunni.

Hans Talhoffer var skylmingameistari frá Suður Þýskalandi á 15. öld. Sjö myndskreytt skylmingahandrit eru kennd við hann. Í þeim er greint frá fjölmörgum bardagaaðferðum: fangbrögðum eður glímu, beitingu rýtninga, langsverða, atgeira og hvernig barist er á hestbaki. Einnig eru í þeim sýndar valslöngvur, brynvarðir stríðsvagnar og aðrar vítisvélar. Hans er samtímamaður skylmingameistarans Paulus Kal, en talið er að rígur hafi verið milli þeirra tveggja. En báðir eru þeir taldir til lærisveina Jóhannes Liechtenhauers helsta skylmingameistara Norður Evrópu á hámiðöldum.