Fara í innihald

Hallvarður Hallsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hallvarður Hallsson bóndi, skáld og skipasmiður var uppi á ofanverðri 18. öld. Talið er að hann hafi fæðst um 1723 en hann lést árið 1799. Móðir hans var Sigríður Hallvarðsdóttir en faðir hans var Hallur Erlendsson á Horni. Hallvarður kvæntist ekki og eignaðist engin börn. Hann bjó í Skjaldabjarnarvík á Ströndum alla ævi.

Hallvarður var fjölfróður og sagður fjölkunnugur. Hann gagnrýndi klerkastéttina og kenningar prestanna og lenti í útistöðum við kirkjuhöfðingja fyrir slælega kirkjusókn. Hallvarður var grafinn í óvígðri mold í Skjaldabjarnarvík og hefur það viðhaldið galdraryktinu sem af honum fór. Er sagt að þetta hafi verið ósk hans. Leiðið er afgirt og merkt í Skjaldabjarnarvík.

Hallvarður er aðalpersóna í mörgum þjóðsögum, til dæmis „Hallvarður barg Íma“.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Hallvarður barg Íma“, í: Huld. Safn alþýðlegra fræða íslenzkra, Reykjavík 1890, bls. 15–16 (Google Books).