Halloween III: Season of the Witch

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Halloween III: Season of the Witch (ísl. Hrekkjavaka 3: Árstíð nornarinnar) er bandarísk hryllingsmynd frá 1982 sem var samin og leikstýrð af Tommy Lee Wallace. Myndin var framleidd af Debru Hill og John Carpenter og semur Carpenter tónlistina ásamt Alan Howarth. Með aðalhlutverkin fara Tom Atkins, Stacey Nelkin og Dan O'Herlihy. Þetta er fyrsta og eina Halloween-myndin sem fjallar ekki um fjöldamorðingjann Michael Myers.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Myndin fjallar um Conal Cochran, illan eiganda búningafyrirtækisins Silver Shamrock, sem ætlar sér að drepa börn á hrekkjavöku með hrekkjavökugrímum. Dr. Dan Cahllis og Ellie Grimbridge reyna að stöðva hann.

Leikarar[breyta | breyta frumkóða]

  • Tom Atkins sem Dr. Dan Challis
  • Stacey Nelkin sem Ellie Grimbridge
  • Dan O'Herlihy sem Conal Cochran
  • Al Berry sem Harry Grimbridge, faðir Elliear
  • Ralph Strait sem Buddy Kupfer
  • Jadeen Barbor sem Betty Kupfer
  • Bradley Schachter sem Buddy Kupfer, yngri
  • Michael Currie sem Hr. Rafferty, hóteleigandi

Vinnsla[breyta | breyta frumkóða]

Vegna vinsældum Halloween II var ákveðið að gera framhald en Carpenter sá enga ástæðu til þess því Michael Myers og Dr. Sam Loomis voru dauðir. Í staðinnn var ákveðið að hvert framhald yrði um eitthvað nýtt sem gerðist á hrekkjavöku. Tommy Lee Wallace sem vann sem sviðshönnuður og klippandi fyrir fyrstu Halloween-myndina var fenginn til að leikstýra.

Viðtökur[breyta | breyta frumkóða]

Áhorfendum líkaði illa við þessa mynd vegna þess að Michael Myers var ekki í henni. Þannig að sex árum seinna, 1988, kom fjórða Halloween myndin: Halloween 4: The Return of Michael Myers.