Fara í innihald

Halloween II

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki Hrekkjavöku II.

Halloween II (ísl. Hrekkjavaka II) er bandarísk hrollvekjumynd frá árinu 1981 og er framhald Halloween frá 1978. Höfundar fyrstu myndarinnar John Carpenter og Debra Hill sömdu framhaldið og Rick Rosenthal leikstýrði (og John Carpenter leikstýrði nokkrum senum). Með aðalhlutverkin fara Donald Pleasence og Jamie Lee Curtis. Carptenter semur tónlistina ásamt Alan Howarth. Framhaldið Halloween III: Season of the Witch kom út 1982. Myndin var svo endurgerð 2009 af Rob Zombie.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Myndin byrjar þar sem fyrri myndin endaði: Eftir að Michael Myers myrti þrjá unglinga og réðst á Laurie Strode skaut Dr. Sam Loomis Michael sex sinnum og hann féll niður af svölum en tókst að sleppa. Á meðan Laurie er flutt á spítala leita Dr. Loomis og lögreglumenn Haddonfield að Michael. Þeir sjá grímklæddan mann sem flýr frá þeim en lendir milli tveggja bíla sem springa og hann deyr. Loomis er ekki viss um að þetta hafi verið Michael. Í rauninni er Michael á lífi og frétti af því að Laurie var flutt á spítalan og brýst þar inn og byrjar að drepa starfsfólkið eitt á fætur öðru.

Á spítalanum verður sjúkraliði sem heitir Jimmy skotinn í Laurie og vingast við hana. Meðan Laurie sefur fær hún endurlit um það þegar henni var sagt ap hún væri ættleidd. Seinna segir Jimmy Laurie að morðinginn hafi heitið Michael Myers — sem myrti eldri systur sína sex ára gamall 1963 og hafði sloppið frá geðveikrahælinu og Laurie spyr hvers vegna Michael hafi reynt að drepa sig en Jimmy veit ekki svarið

Það kemur í ljós að grímuklæddimaðurinn var 17 ára gamall unglingur. Þeir komast að því að Michael hafði einnig brotist inn í grunnskóla og hafði skrifað „Samhain“ í blóði á töfluna (Samhain er drottnari hinna dauðu og hátíð hans er 31. október þ.e. hrekkjavaka). Aðstoðarkonan hans Marion Chambers kemur í skólann og segir Loomis að yfirgeðlæknir Smith‘s Grove-hælisins vilji skipta Loomis út fyrir annan lækni til að finna Michael.

Á spítalanum tekst Michael að finna herbergi Lauriear en henni hafði tekist að sleppa en deyfilyfið sem henni var gefið kemur í veg fyrir að hún komist langt. Jimmy og ein hjúkkan reyna að finna Laurie og hitt starfsfólkið. Jimmy finnur yfirhjúkkuna Alves látna (Michael hafði bundið hana niður dælt úr henni blóðinu) en rennur í blóðpollinum og rotast. Hjúkkan reynir að fara og láta lögregluna vita en Michael skar á bensínleiðsluna og dekkin á öllum bílunum í bílastæðinu. Hún flýtir sér inn og finnur Laurie en Michael drepur hana og byrjar að elta Laurie. Henni tekst að sleppa og kemst út á bílastæðið og felur sig inn í bíl.

Á meðan eru Dr. Loomis og Marion á leiðinni til geðveikrahælisins. Marion segir Loomis að Laurie Strode er litla systir Michaels Myers. Loomis neyðir lögreglumanninn með byssu til að fara með sig á spítalann vegna þess að hann veit Michael ætlar að drepa þessa systur sína líka.

Jimmy fer inn í bílinn sem Laurie felur sig í og reynir að starta hann en hann fer ekki í gang og fellur í yfirlið með andlitið á flautuna. Laurie reynir að koma sér úr bílnum og sér Dr. Loomis koma. En er of veikburða til að kalla til þeirra og þau fara inn í spítalann. Hún kemst á fætur og hleypur að spítaladyrunum en Michael kemur á bílaplanið og eltir hana. Loomis hleypur Laurie inn og skýtur Michael fimm sinnum. Marion fer út í bílinn og kallar á liðsauka. Michael rís og drepur lögreglumanninn. Loomis og Laurie flýja og felu sig í skurðstofu en Michael brýst inn og stingur Loomis. Laurie tekur byssu sem Loomis gaf henni og skýtur Michael í bæði augun en hann lifir enn. Loomis kemst á fætur og byrjar að skrúfa fyrir eldfim gös og segir Laurie að flýja. Eftir að Laurie er farin kveikir Loomis á kveikjara og hann og Michael lenda í sprengingunni og Michael deyr loksins. Laurie er í sjokki en er flutt á annann spítala

  • Donald Pleasence sem Dr. Sam Loomis
  • Jamie Lee Curtis sem Laurie Strode
  • Charles Cyphers sem Leigh Brackett fógeti
  • Lance Guest sem Jimmy
  • Nancy Stephens sem Marion Chambers
  • Pamela Susan Shoop sem Karen
  • Hunter von Leer sem Gary Hunt lögreglumaður
  • Gloria Gifford sem frú Alves
  • Leo Rossi sem Budd
  • Dick Warlock sem The Shape (grímuklæddur Michael Myers)