Haggis

Haggis er hefðbundin skosk hnöttótt pylsa. Haggis er blanda af hökkuðum innmat úr kind (hjarta, lifur og lungum), lauk, haframjöli, mör, kryddi og krafti. Blandan var upprunalega sett í kepp kindarinnar og elduð í honum, en í dag er tilbúinn himnubelgur úr kollageni oft notaður í staðinn. Réttinum svipar til íslensks sláturs, en hann er kryddaðri og inniheldur meira mjöl en hefðbundið slátur.[1][2] Haggis er yfirleitt borðað sem laust mauk, en ekki í sneiðum, þótt til séu afbrigði eins og kúlur af djúpsteiktu haggis bornar fram með viskísósu.
Haggis er oftast borðað með nípumús og kartöflumús (enska: haggis, neeps and tatties). Skáldið Robert Burns orti ljóðið „Address to a Haggis“ árið 1786. Ljóðið er oft flutt upphátt áður en haggis er borðað á Burns-kvöldum, hefðbundum skoskum hátíðum þar sem haldið er upp á líf og verk skáldsins.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Montagné, Prosper (2001). Larousse Gastronomique. bls. 592.
- ↑ Hallur Már Hallsson (24.1.2024). „Haggis frekar en slátur?“. Mbl.is.