Fara í innihald

Húsavík (Austfjörðum)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Húsavík er önnur stærst nokkurra víkna í svokölluðum Víkum sem eru á milli Borgarfjarðar eystri og Loðmundarfjarðar, og eru vinsælt útivistarsvæði. Í Húsavík er samnefnt býli sem er vel við haldið og gömul sveitakirkja. Innihald gamla kirkjugarðsins í Húsavík hefur komið betur í ljós undanfarna áratugi því kirkjugarðurinn er alveg við sjávarbakkann og sjórinn hefur eytt landi og forn mannabein og líkkistur komið í ljós. Heldur hefur þó dregið úr því undanfarin ár.