Fara í innihald

Höskuldur (ábóti)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Höskuldur, föðurnafn óþekkt (d. 1309) var ábóti í Þingeyraklaustri frá 1300 til dauðadags, arftaki Bjarna Ingimundarsonar ábóta sem lést 1299. Fátt er um Höskuld vitað og ætt hans er með öllu óþekkt, nema hvað Guðmundur, sem tók við ábótastöðunni að honum látnum, er sagur hafa verið systursonur hans.

Höskuldur ábóti dó vorið 1309, sem kallað hefur verið manndauðavorið, en þá gekk drepsótt um Norðurland að sögn annála.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „„Þingeyraklaustur". Tímarit hins íslenska bókmenntafélags, 8. árgangur, 1887“.
  • „„Þingeyraklaustur". Sunnudagsblaðið, 20. mars 1966“.