Höfuðstóll
Útlit
Höfuðstóll er fjárhæð láns eða kröfu sem vextir eru reiknaðir af ef einhverjir eru. Höfuðstóll er yfirleitt greiddur til baka með afborgunum yfir skilgreindan tíma (sjá þó kúlulán). Ef lán eru verðtryggð breytist höfuðstóllinn í samræmi við almennar verðbreytingar (hækkar með verðbólgu) eins og þær eru mældar með vísitölu.