Fara í innihald

Höfða brynstirtla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Höfða brynstirtla (Trachurus capensis) heldur sig bæði nálægt botninum og við yfirborð sjávar. Hún spilar stórt hlutverk í grunnsævisvistkerfinu við strendur Namibíu, Angóla og Suður-Afríku. [1]

Höfða brynstirtla

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Borrar (Carangiformes)
Ætt: [[]] (Carangidae)
Ættkvísl: Trachurus
Tegund:
Capensis

Tvínefni
Trachurus capensis

Höfða brynstirtlan er frekar straumlínulaga fiskur. Hún hefur stóran haus en mjókkar út frá honum og hefur frekar mjóa stirtlu. Fiskurinn hefur tvo bakugga, eyruggapar, tvo raufarugga og mjög stóra kviðugga. Aftari bakugginn og aftari raufaruggin ná alla leið yfir stirtluna. Fiskurinn hefur stór augu sem eru hulin að hluta til af fitulagi. Höfða brynstirtlan hefur mjög smáar tennur og er yfirmynnt en það þýðir að neðri kjálki fisksins nær lengra út heldur en efri kjálkinn. Það sem er mest áberandi við Höfða brynstirtluna er er svartur blettur sem er fyrir framan eyruggana í svipaðri hæð og augað. Fiskurinn er silfraður að neðan en dekkri að ofan og hefur grænan blæ. Hreistrið er mjög smátt og er rákin á henni ekki bein, hún beygist niður rétt fyrir framan stirtluna.[2] Sporðurinn er sýldur, hefur 2 hvöss horn og er svo dreginn inn fyrir miðju. Algeng stærð á Höfða brynstirtlu er um 30 cm en getur hún orðið allt að 55 cm.[3]

Hún er mest veidd út af suðurströndinni í Suður-Afríku, Namibíu og Angóla. Fiskurinn er veiddur með flotvörpu og kemur oft með öðrum fiskum sem meðafli. Höfða brynstirtla vill vera þar sem er sandur á botninum svo það er frekar auðvelt að veiða hana. Hún veiðist í fjörðum, flóum og úti á landgrunni. Árið 1993 náði heildarafli Höfða brynstirtlunnar algjöru hámarki og var tæplega 800 þúsund tonn. Síðan þá hefur dregið verulega úr heildaraflanum og síðustu ár hefur hann verið rúmlega 200 - 400 þúsund tonn.



Á línuritinu má sjá skráðann heildarafla Höfða brynstirtlu á árunum 2007 - 2017.








Á línuritinu má sjá skráðann heildarafla Höfða brynstirtlu á 10 ára fresti frá árinu 195 til ársins 2013.




Útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Finnst við strendur og í lögsögu:

- Angola

- Oudekraal, Table bay

- Capetown

- Cape coast

- Cape peninsula

- Gough Island

- Walvis bay, Namibia

- Cape of good hope, Suður-Afríka.

Mest er að finna af Höfða brynstirtlunni þar við Suður-Afríku.

Veiðafæri

[breyta | breyta frumkóða]

Höfða brynstirtla er veidd í flotvörpu.

Lifnaðarhættir

[breyta | breyta frumkóða]

Hún heldur sig nálægt yfirborðinu á næturna en nær sjávarbotninum á daginn, þar sem er sandur. Er frekar nálægt landi. Stofninn hefur minnkað undanfarið en ekki er talin ástæða til þess að flokka það sem áhyggjuefni.

Hún lifir á smærri fiski og hryggleysingjum, aðallega rækju og smokkfisk. Fer upp að yfirborði á næturna og veiðir sér til matar. Áður en fiskurinn verður kynþroska þá lifir hann aðallega á hryggleysingjum en eftir kynþroska lifir hann aðallega á öðrum smærri fiskum.  

Höfða brynstirtlan er ekki mikið notuð í matargerð, hún fer aðallega í bræðslu. Ef hún er meðhöndluð rétt þykir hún góður matfiskur. Hún er aðallega reykt eða þurrkuð til manneldis.

  1. „Fish detail“. WWF SASSI (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 18. febrúar 2020. Sótt 16. febrúar 2020.
  2. „FAO Fisheries & Aquaculture - Aquatic species“. www.fao.org. Sótt 16. febrúar 2020.
  3. „Sea Around Us | Fisheries, Ecosystems and Biodiversity“. www.seaaroundus.org. Sótt 16. febrúar 2020.