Hóffífill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hóffífill

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Körfublómabálkur (Asterales)
Ætt: Körfublómaætt (Asteraceae)
Ættkvísl: Tussilago
Tegund:
T. farfara

Tvínefni
Tussilago farfara
L.

Hóffífill (fræðiheiti: Tussilago farfara) er fjölær jurt sem vex gjarnan í röskuðum jarðvegi og í vegarköntum um allt norðurhvel jarðar. Hóffífill blómstrar snemma á vorin. Blómin eru gul og sitja efst á þykkum stönglum sem eru alsettir litlum mjóum blöðum. Við rótina vaxa svo stór og þykk blöð eftir blómgun.

Hóffífill hefur verið notaður í grasalækningum en inniheldur eiturefni í blómknúppnum.[1] Inniheldur eiturefni sem hefur pyrrolizidin kjarna. Fyrstu eitrunareinkenni eru magakrampar, ógleði og uppköst. Síðkomin einkenni eru meðal annars lifrarstækkun, skorpulifur vökvasöfnun í kviðarholi og jafnvel krabbamein Mikið magn hóffífils bendir til mikils magns af kalíum og magnesíum í jarðvegi.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Þóra Ellen Þórhallsdóttir. „Vísindavefurinn: Hvaða plöntur á Íslandi eru eitraðar?“.
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.