Háski

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Háski
Háski, 2024
Háski, 2024
Upplýsingar
FæddurDarri Tryggvason
16. janúar 1995 (1995-01-16) (29 ára)
UppruniHafnarfjörður, Ísland
Störf
  • Tónlistarmaður
  • pródúsent
Ár virkur2013–í dag
Stefnur

Darri Tryggvason (f. 16. janúar 1995), þekktur undir sviðsnafninu Háski, er íslenskur popptónlistarmaður og pródúsent.

Háski ólst upp í Hafnarfirði og hefur búið þar allt sitt líf. Hann byrjaði að pródúsera og semja tónlist árið 2013 en byrjaði að gefa út sína eigin tónlist árið 2018. Fyrsta lagið sem hann gaf út hét „I Like“ og var sample af Brjáni Breka í FM95Blö. Í kjölfarið kom út lagið „Bolti nr. 5“ en eftir það fór Háski í pásu í ár.

Frá 2018 til 2019 gaf Háski út rapp/popp lög undir nafninu Darrii áður en hann ákvað að gefa eingöngu út tónlist undir nafninu Háski. Árið 2019 sneri Háski því aftur með laginu „Djamma um helgar“ sem vakti athygli.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Smáskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • 2018 - „I Like“
  • 2018 - „Bolti nr. 5“
  • 2019 - „Djamma um helgar“
  • 2019 - „Bjargaðu mér Háski“
  • 2019 - „Hátt enni“
  • 2020 - „Kveikja í mér“
  • 2020 - „Eftirpartý“
  • 2020 - „Bestur“
  • 2021 - „Erfiður í dalnum“
  • 2022 - „Drive“ (ásamt Séra Bjössa)
  • 2022 - „Einn Háski“
  • 2022 - „Helgarfrí“
  • 2023 - „Ofvirkur“
  • 2023 - „Án þín“ (Remix)
  • 2023 - „Besta Party Ever“
  • 2023 - „Hausinn fór á milljón“ (ásamt Séra Bjössa)
  • 2024 - „Hvert ertu að fara?“ (ásamt PATRi!K)