Hákonar saga góða
Hákonar saga góða er þriðja saga Heimskringlu. Hún segir frá lífi Hákonar Aðalsteinsfóstra Noregskonungs og stjórnartíð hans. Einnig segir hún frá Eiríki Blóðöx sem var konungur á undan honum en flúði þegar Hákon kom frá Englandi. Eiríkur var sá sonur sem Haraldur hárfagri vildi að tæki við konungdómnum, Hákon var yngsti sonur Haraldar. Eftir andlát Eiríks hófust miklar deilur milli Hákonar og afkomenda Eiríks. Hákon var fyrsti Noregskonungur til að taka og boða kristna trú. Olli það miklum togstreitu milli konungs og þegna hans þegar kom að blótum. Hákon ríkti í 26 ár og lést í orrustu við bróðursyni sína. Hann dó sonarlaus og tóku synir Eiríks við konungdómnum að honum látnum. yngsti sonur - Eiríkur bróðir hans
Ríki Eiríks líður undi lok og Hákon tekur yfir
[breyta | breyta frumkóða]Þegar Haraldur hárfagri faðir Hákonar lést hélt Hákon frá Englandi til Noregs. Fékk hann lið og skipakost góðan. Hann fór til Þrándheims og tók Sigurður Hlaðajarl honum vel og safnaði með honum miklu liði. Þótti Hákon líkjast föður sínum mikið í útliti. Hann lofaði að gera alla bændur óðalborna og gefa þeim óðöl sín, en faðir hans hafði áþjáð fólkið í landinu og tekið af þeim óðöl þeirra. Hákon var fimmtán ára gamall þegar hann var tekinn til konungs, fyrst í Þrándheimi og svo í öllum Noreg. „Eiríks óvinsæld óx æ því meirr sem allir menn gerðu sér kærra við Hákon konung…“ Flúði þá Eiríkur Noreg og tók að herja á England og Skotland. Aðalsteinn konungur gaf honum þá Norðimbraland. Stuttu síðar lést Aðalsteinn og bróðir hans Játmundur hrakti Eirík á brott og lést í bardaga á Englandi. Gunnhildur kona hans og afkomendur þeirra flúðu til Orkneyja við fráfall hans. Tóku Eiríkssynir yfir Orkneyjar og Hjaltland.
Eftir að Eiríkur flúði lagði Hákon undir sig allan Noreg. Þá herjuðu Danir mikið í Noregi og Hákon fór í herferð gegn dönskum víkingum. Þegar Gunnhildur móðir Eiríks frétti af því flutti hún með syni sína til Danmerkur.
Trú Hákonar
[breyta | breyta frumkóða]Hákonn var alinn upp við kristna trú í Englandi en fór dult með trú sína í Noregi þar sem heiðinn siður var almennur og mikið um blót. Hélt hann þó sunnudag og föstudags föstu. Hann fékk til sín biskup og aðra kennimenn frá Englandi til að halda uppi trúboði. Á Frostaþingi bauð Hákon „að allir menn skyldu kristnask láta og trúa á einn guð, Krist Máríuson, en hafna blótum ǫllum ok heiðnum goðum, halda heilagt inn sjauunda hvernd dag við vinnum ǫllum, fasta ok inn sjaunda hvern dag. En þegar er konungr hafði þeta upp borit fyrir alþýðu, þá var þegar kurr mikið. Kurruðu bændr um það, er konungr vildi vinnur taka af þeim ok svá, at við þat mátti landit eigi byggva.“ Sögðu bændur að þótt þeir elskuðu Hákon vildu þeir ekki trú hans og lögðu fast á hann að koma til blóts eins og faðir hans hafði gjört. En Hákon var vanur að sleppa blótum. Hann mætti á blótið og gerði krossmark yfir drykkinn þegar blótað var Óðni. Þegar hann var spurður hví hann blótaði ekki svaraði Sigurður jarl að konungur gerði hamarsmark Þórs yfir drykkinn. Næsta dag var ýtt á konung að eta hrossaslátur, drekka soð eða eta flotið. Hákon neitaði því öllu. Í næsta blóti er svo hart gengið að honum að hann þorir ekki annað en að borða smábita af hestalifur og að drekka ölið krossalaust. Var Hákon svo reiður eftir það að hann vildi ná fram hefndum.
Eiríkssynir herja á Noreg
[breyta | breyta frumkóða]En þegar hann er í þann mund að safna að sér liði í hefndarhug koma Eiríkssynir og herja á Noreg. Hákon hefur engan tíma fyrir hefnd og sameinast við lið þeirra er pyntuðu hann. Verður þar orusta sem endar með flótta Eiríkssona. Þeir halda þó áfram að herja á Noreg reglulega. Á tuttugasta ríkisári Hákonar er hann með fámennt lið er hann kemur á slóðir Eiríkssona. Í stað þess að flýja ákveða þeir að berjast en þykjast vera fjölmennari en þeir eru með blekkingum merkismanna sinna sem ganga ítrekað uppi á brekku í fjarlægð eins og það væru að koma liðsauki. Endaði það með flótta Eiríkssona. Á tuttugasta og sjötta ríkisári Hákonar komu Eiríkssynir með mikið lið frá Danmörku, sexfalt lið það er Hákon hafði. Varð þar bardagi og gekk Hákon í öndverðri fylkingu síns lið og fær ör í höndina fyrir neðan öxl. Eiríkssynir flýja, en Hákon blæðir út vegna sára sinna. Hann lét eftir sig eina dóttur en engan son. Fyrir andlát sitt bað hann senda Eiríkssonum boð að þeir tækju yfir konungdóminn en sýndu vinum hans vægð.
Andlát og greftrun
[breyta | breyta frumkóða]Mælti Hákon er hann var á dánarbeðinu: „þótt mér verði lífs auðit, þá mun ek af landi fara ok til kristinna manna ok bæta þat, er ek hefi brotit við guð, en ef ek dey hér í heiðni, þá veiti mér hér grǫpt þann, er yðr sínisk.“
Var hann mjög harmaður af þegnum sínum. Hann var grafinn að heiðna manna sið og lagður í haug.
Sverðanöfn sem koma fyrir í bókinni.
[breyta | breyta frumkóða]- Fetbreiður - sverð Þórálfs Skólmssonar
- Kvernbítur - sverð Hákonar
Tilvitnanir
[breyta | breyta frumkóða]- „Hákon konungr var allra manna glaðastr ok málsnjallastr og lítillátastr. Hann var maðr stórvitr og lagði mikinn hug á lagasetning.“ En Hákon setti Gulaþingslög og Frostaþingslög.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Snorri Sturluson. (1941-1951). Heimskringla I. Íslensk fornrit 26. bindi. Hið íslenzka fornritafélag.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Texti Hákonar sögu góða með nútímastafsetningu og hér.
- Texti Hákonar sögu góða á norrænu