Fara í innihald

Gyðingar í Danmörku

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Elsti kirkjugarður gyðinga í Norrebro hverfi í Kaupmannahöfn.

Gyðingar í Danmörku eru gyðingar sem búsettir eru í Danmörku. Upphaf búsetu Gyðinga þar má rekja til þess að Kristján 4. danakonungur vildi auka velmegun en einn liður í því var að fá Gyðinga ættaða frá Portúgal til að setjast að í Danmörku. Hann bauð þeim skattafríðindi og gaf þeim leyfi til að klæða sig eftir eigin sið.