Fara í innihald

Morgunfrú

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Gullfífill)
Morgunfrú

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(óraðað): Dulfrævingar (Magnoliophyta)
(óraðað) Eiginlegir tvíkímblöðungar (Eudicotyledoneae)
(óraðað) Asterids
Ættbálkur: Körfublómabálkur (Asterales)
Ætt: Körfublómaætt (Asteraceae)
Ættflokkur: Calenduleae
Ættkvísl: Calendula
Tegund:
C. officinalis

Tvínefni
Calendula officinalis
L.

Morgunfrú eða gullfífill (fræðiheiti Calendula officinalis) er jurt af körfublómaætt. Hún er einært sumarblóm uppruninn í Suður-Evrópu og verður um 40 — 60 sentimetrar á hæð. Mörg afbrigði hafa verið ræktuð af morgunfrúnni, bæði með einfaldar eða marfaldar körfur, oftast gular eða appelsínugular.

Greiningarlykill morgunfrúarinnar.

Jurtin hefur frá fornu fari verið notuð til lækninga, til að lita föt, í mat og snyrtivörur. Lauf og blóm eru æt og er blómum bætt í rétti sem krydd og í stað saffrans. Laufblöðin eru oft beisk á bragðið og eru notuð í salöt. Auðvelt er að rækta morgunfrúr á sólríkum stöðum.