Fara í innihald

Guido frá Arezzo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stytta af Guido frá Arezzo í Arezzo á Ítalíu.

Guido frá Arezzo (einnig Guido Arentinus, Guido da Arezzo og Guido Monaco) (991/992 – eftir 1033) var kenningasmiður tónlistar frá miðöldum. Hann er talinn upphafsmaður nútíma nótnaskriftar, sem tók við af naumakerfinu; ritgerð hans, Micrologus, var önnur mest dreifða fræðilega ritgerð um tónlist á miðöldum (á eftir skrifum Boethiusar).

Guido var munkur af Benediktsreglu frá ítalska borgarríkinu Arezzo. Nýlegar rannsóknir hafa dagsett ritgerð hans, Micrologus, frá árinu 1025 eða 1026. Af því að Guido tók það fram í bréfi sem hann skrifaði að hann hafi verið 34 ára gamall þegar hann skrifaði hana, hefur fæðingarár hans verið talið annaðhvort 991 eða 992. Fyrri hluta ferils hans var varið við klaustrið í Pomposa, við strönd Adríahafs, nærri Ferrera. Meðan hann var þar, tók hann eftir erfiðleikum sem að söngvarar áttu í við að muna gregoríska söngva. Hann fann upp aðferð til að kenna söngvurum að læra söng sinn á stuttum tíma, og varð fljótlega frægur um alla norður-Ítalíu. Samt sem áður varð hann fyrir fjandskap hinna munkanna í klaustrinnu, sem olli því að hann flutti til bæjarins Arezzo, þar var ekkert klaustur en þó stór hópur söngvara, sem þörfnuðust þjálfunar.

Á meðan á dvöl hans í Arezzo stóð, þróaði hann nýja kennslutækni, þar á meðal nótnaskriftina og „do-re-mí“ (Díatóníska) tónstigann, þar sem að nöfn einstakra nótna voru tekin úr upphafsatkvæðum sjö erinda sálmsins Ut queant laxis (í upphafi var „do“ kallað „ut“). Þetta getur hafa verið byggt á fyrri verkum hans í Pomposa, en bænasöngvabók sem hann skrifaði þar er nú týnd. Micrologus ritið, skrifað við dómkirkjuna í Arezzo, inniheldur kennsluaðferðir Guidos eins og hann hafði þróað þær á þeim tíma. Það dró fljótlega að sér athygli Jóns XIX páfa, sem bauð Guido í heimsókn til Rómar. Það er líklegast að hann hafi farið þangað árið 1028, en sneri þó fljótlega aftur til Arezzo, sökum heilsubrests. Ekkert er vitað um hann eftir þann tíma nema það að hann kláraði þar bænasöngvabók sína árið 1030.

Í aðferð Guidos, var það einföld staðsetning lína sem að gerði þeim sem lásu nótnaskrift kleyft að vita hvar á tónstiganum ætti að syngja einstakar nótur.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]

Útværir hlekkir

[breyta | breyta frumkóða]