Guðbjörg Vilhjálmsdóttir
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir | |
---|---|
Fædd | 1956 |
Störf | Prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands |
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir er prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands.
Menntun og störf
[breyta | breyta frumkóða]Guðbjörg lauk BA prófi í uppeldisfræði og heimspeki frá Háskóla Íslands 1982 og kennsluréttindum frá sama skóla ári síðar. Árið 1979 lauk hún diplómu í frönsku frá Háskólanum í Toulouse-le Mirail, Frakklandi. Hún lauk embættisprófi í náms- og starfsráðgjöf frá háskólanum í Lyon, Frakklandi árið 1985 og meistaragráðu í uppeldisfræði frá Sorbonne 1987. Guðbjörg lauk doktorsgráðu frá Hertfordshire háskóla í Englandi árið 2004. Guðbjörg starfaði sem námsráðgjafi í Kennaraháskóla Íslands frá 1987 til 1991, en það ár tók hún við kennslustjórastöðu í námi námsráðgjafa við Félagsvísndadeild Háskóla Íslands. Árið 1999 var Guðbjörg ráðinn lektor í náms- og starfsráðgjöf, hún fékk framgang í dósentsstöðu 2005 og síðan í prófessorsstöðu 2010. Árin 1991 til 2006 var Guðbjörg eini fasti kennarinn við greinina og stundaði doktorsnám meðfram fullu starfi frá árinu 1994. Nú er Guðbjörg prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Félagsfræði,- mannfræði- og þjóðfræðideild.[1]
Rannsóknir
[breyta | breyta frumkóða]Eftir Guðbjörgu liggur fjöldi greina, bókakafla og námsbóka.[2] Í rannsóknum sínum hefur hún skoðað þróun starfsferils frá ýmsum sjónarhornum, aðferðir í náms- og starfsráðgjöf og hvernig unnt er að meta ráðgjafaraðferðir. Þá hefur hún gert tvær viðamiklar rannsóknir á félagslegum áhrifum á starfshugsun og náms- og starfsval ungs fólk út frá habitus breytunni og einnig skoðað áhrif kynferðis á þessa stefnumótandi þætti á starfsferli fólks. Hún hefur tekið þátt í alþjóðlegum rannsóknarhópum s.s. við gerð mælitækis sem mælir aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli (2008-2012)[2] og frá 2017 hefur Guðbjörg átt sæti í rannsóknarhópi innan UNITWIN háskólanets UNESCO um viðhorf ungs fólks með litla framhaldsmenntun til starfa sinna.[3] Ásamt eiginmanni sínum, Torfa H. Tulinius prófessor, hefur Guðbjörg þróað bókmenntafræðilega aðferð við að meta frásagnarráðgjöf og skrifað um það fræðigreinar, s.s. tímaritsgreinina Tales of two subjects: Narratives of career counseling. Þá hefur Guðbjörg hlotið innlenda sem erlenda rannsóknar- og þróunarstyrki. Hún aðlagaði og þýddi námsefnið Margt er um að velja. Það er námsefni í náms- og starfsfræðslu og kom út hjá Námsgagnastofnun á árunum 1993-1996. Árið 2004 var það gert að vefefni.[1] Matsrannsókn sem Guðbjörg gerði á þessu námsefni, leiddi í ljós verulegan árangur í því hvernig 15 ára unglingar hugsa um störf, samanborið við þá sem ekki fá fræðslu.
Stjórnun og viðurkenningar
[breyta | breyta frumkóða]Guðbjörgu hafa verið falin trúnaðarstörf bæði innan og utan háskólans. Guðbjörg hefur tekið að sér þjónusturannsóknir og stefnumótunarverkefni í náms- og starfsráðgjöf fyrir bæði mennta- og menningarmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg. Guðbjörg sat í stjórn Félagsvísindasviðs 2016 til 2018.[4] Hún var deildarforseti Félags- og mannvísindadeildar 2016-2018 og sat í stjórn Félagsvísindastofnunar. Guðbjörg situr nú í stjórn Afreks- og hvatningasjóðs Háskóla Íslands.[5] Hún veitti forstöðu Sérfræðisetri í ævilangri náms- og starfsráðgjöf árin 2009 til 2014.[6] Meginverkefni á Sérfræðisetri voru samnorræn rannsókn á ráðgjöf við fullorðna sem kallast Voice of users, samstarf við mennta- og menningarmálaráðuneytið um stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf og hönnun og þróun upplýsinga- og ráðgjafarvefsins næstaskref.is. Rannsóknin Voice of users er fyrsta samanburðarrannsókn í náms- og starfsráðgjöf á Norðurlöndum.[7] Guðbjörg var formaður Félags íslenskra námsráðgjafa 1987-1989[8] og hlaut viðurkenningu félagsins 2006[9] og gerður heiðursfélagi Félags náms- og starfsráðgjafa 2016 fyrir störf sín í þágu greinarinnar.[8]
Guðbjörg hefur verið virk í alþjóðlegu samstarfi og hlaut viðurkenningu National Career Development Association (NCDA) árið 2006 (NCDA International Award) fyrir störf sín við menntun náms- og starfsráðgjafa og stefnumótun. NCDA eru helstu samstök í náms- og starfsráðgjöf í Bandaríkjunum og eru hluti af American Counseling Association.[10] Hún situr í stjórn European Society for Vocational Design and Counselling sem styður við rannsóknarstarf í náms- og starfsráðgjöf, m.a. með námskeiðum fyrir doktorsnema.[11] Guðbjörg er í ritstjórn (directrice adjointe) Orientation Scolaire et Professionnelle sem er aðal rannsóknarritið í náms- og starfsráðgjöf í Frakklandi.[12] Árið 2017 var Guðbjörg valin sem fulltrúi samtaka náms- og starfsráðgjafa á Norðurlöndum til að setjast í stjórn International Association for Educational and Vocational Guidance, sem eru einu alþjóðlegu samtökin á sviði náms- og starfsráðgjafar.[11][13] Guðbjörg er nú varaforseti International Association for Educational and Vocational Guidance.
Greinar
[breyta | breyta frumkóða]- Guðbjörg Vilhjálmsdóttir og Guðmundur B. Arnkelsson (2013). Social aspects of career choice from the perspective of habitus theory. Journal of Vocatinal Behavior, 83, 581−590.
- Guðbjörg Vilhjálmsdóttir og Guðmundur B. Arnkelsson (2007). Les differénces liées au sexe dans les représentations professionnelles. Orientation scolaire et professionnelle, 36, 421–434.
- Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Guðrún Birna Kjartansdóttir, Sigríður Bríet Smáradóttir og Sif Einarsdóttir (2012). Career adapt-abilities scale – Icelandic form: Psychometric properties and construct validity. Journal of Vocational Behavior, 80, 698−704.
- Guðbjörg Vilhjálmsdóttir. (2007). Outcomes of two different methods in career education. Journal of Educational and Vocational Guidance, 7, 97–110.
Bækur og bókakaflar
[breyta | breyta frumkóða]- Guðbjörg Vilhjálmsdóttir (1993–1996). Margt er um að velja. Starfsfræði handa efstu bekkjum grunnskóla ásamt kennsluleiðbeiningum með vinnubókunum: Könnun á atvinnulífinu. Að átta sig á skólakerfinu. Fyrirætlanir mínar. Reykjavík. Félagsvísindastofnun.
- Guðbjörg Vilhjálmsdóttir. (2017). Career changes on the horizon: The importance of group norms in interpreting results of career adaptability measures. Í K. Maree (ed.). Psychology of career adaptability, employability and resilience, 375−396. Cham, Switzerland: Springer.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Háskóli Íslands. „Guðbjörg T. Vilhjálmsdóttir Prófessor. Ferilskrá“ (PDF).
- ↑ 2,0 2,1 „Guðbjörg T. Vilhjálmsdóttir Prófessor. Ritaskrá“ (PDF). Sótt 14. júní 2019.
- ↑ Arnar Þór Ingólfsson. (2018, 25. október). “Þetta er ekki framtíðarstarf”. mbl.is. Sótt 14. júní 2019 af: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/10/25/thetta_er_ekki_framtidarstarf/
- ↑ Háskóli Íslands. (e.d.). Stjórn Félagsvísindasviðs. Sótt 14. júní 2019 af: https://www.hi.is/felagsvisindasvid/forseti_felagsvisindasvids
- ↑ Háskóli Íslands. Styrkir og sjóðir. (2018). Afreks- og hvatningasjóður stúdenta HÍ. Stjórn. Sótt 14. júní 2019 af: https://sjodir.hi.is/stjorn_31
- ↑ Félag náms- og starfsráðgjafa. (2009). Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf. Sótt 14. júní 2019 af: https://www.fns.is/s%C3%A9rfr%C3%A6%C3%B0isetur-%C3%AD-%C3%A6vilangri-n%C3%A1ms-og-starfsr%C3%A1%C3%B0gj%C3%B6f
- ↑ Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf. Fréttabréf SAENS. 1. árgangur, hefti 1. Sótt 6. júní 2019 af: http://gamla.fns.is/files/SAENS_frettabref_april.pdf Geymt 2 febrúar 2020 í Wayback Machine
- ↑ 8,0 8,1 Félag náms- og starfsráðgjafa (2016). „Afmælisrit FNS – náms- og starfsráðgjöf í 35 ár – 2016“.
- ↑ Félag náms- og starfsráðgjafa. (2007). Afmælisrit FNS. Þú átt leikinn. Sótt 6. júní 2019 af: https://www.fns.is/sites/default/files/stjorn/25-ara-Afmaelisrit-FNS.pdf
- ↑ Mbl.is. (2006). Guðbjörg Vilhjálmsdóttir hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir leiðtogastörf í náms- og starfsráðgjöf. mbl.is. Sótt 14. júní 2019 af: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2006/07/11/gudbjorg_vilhjalmsdottir_hlytur_althjodleg_verdlaun/
- ↑ 11,0 11,1 Háskóli Íslands (2017). „Guðbjörg í stjórn Alþjóðlegu náms- og starfsráðgjafarsamtakanna“.
- ↑ Orientation Scolaire et Professionnelle. (e.d.). Comité de direction. Sótt 14. Júní 2019 af: https://journals.openedition.org/osp/2009#tocto1n1
- ↑ Félag náms- og starfsráðgjafa. (2017). Guðbjörg Vilhjálmsdóttir í stjórn Alþjóðlegu náms- og starfsráðgjafarsamtakanna. Sótt 14. júní 2019 af: https://fns.is/gu%C3%B0bj%C3%B6rg-vilhj%C3%A1lmsd%C3%B3ttir-%C3%AD-stj%C3%B3rn-al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0legu-n%C3%A1ms-og-starfsr%C3%A1%C3%B0gjafarsamtakanna