Fara í innihald

Grunnstingull

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Grunnstingull er eins konar frauðkennt íshröngl eða ullarkenndir ísbólstrar sem myndast í vötnum og árbotnum í miklu frosti. Grunnstingull á það til að stífla ár og það kalla menn ágang af því grunnstingullinn hefur fyllt botninn og stöðvað rennslið.

Sigurjón Rist, vatnamælingamaður lýsti myndun grunnstinguls þannig í texta sem hann skrifað um Mývatn:

Þegar mývatn er autt verður vatnið fyrir mikilli kælingu...Það kólnar niður í 0 stig. Kælingin heldur enn áfram, ísnálar myndast í vatninu. Þær berast í kaf, og á efstu brotunum færir straumiðan þær allt til botns. Þar festast þær á hraunsteina og svo hver við aðra, og vex þá upp svonefndur grunnstingull, frauðkenndur ís, sem leggst á botninn líkt og ullarþel. Grunnstingullinn vex til yfirborðsins, og getur honum skotið upp úr vatninu. Þá myndast skjótt íshattur, svonefnd grunnstingulseyja, sem er glær ís -- lagnaðarís.
  • „Hvað er grunnstingull í ám og hvernig myndast hann?“. Vísindavefurinn.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.