Grossglockner

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Großglockner.

Grossglockner eða Glockner er hæsta fjall Austurríkis eða 3.798 metrar. Fjallið er hluti af Hohe Tauern-fjallgarðinum í mið Austur-Ölpunum. Það liggur á mörkum ríkjanna Carinthia og Tyrol. Í raun eru tindarnir tveir: Grossglockner og Kleinglockner (3.770 m.). Fjallið er í öðru sæti yfir fjöll í Ölpunum sem rís hæst yfir umhverfi sitt eða 2.424 metra, aðeins Mont Blanc rís hærra.