Fara í innihald

Grindavíkurnefnd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Grindavíkurnefnd er sérstök framkvæmdanefnd sem fer með stjórn, skipulagningu og samhæfingu aðgerða sem tengjast yfirstandandi jarðhræringum við Grindavíkurbæ. Nefndin er sjálfstætt stjórnvald sem heyrir undir innviðaráðherra. Innviðaráðherra tilnefnir jafnframt tvo nefndarmenn en mennta- og barnamálaráðherra tilnefnir einn. Lög um stofnun nefndarinnar voru samþykkt á Alþingi 14. maí 2024 en þau tóku gildi 1. júní og tók nefndin til starfa þann sama dag. Nefndarmenn eru Árni Þór Sigurðsson, Guðný Sverrisdóttir og Gunnar Einarsson. Árni Þór er formaður nefndarinnar.

Helstu verkefni nefndarinnar eru að reka þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga og hafa umsjón með framkvæmdum í Grindavík. Nefndin kynnt aðgerðaáætlun í ágúst 2024 þar sem boðaðar voru lagfæringar á götum og lögnum, jarðkönnun til að meta ástand jarðvegs, gerð áhættumats í samvinnu við Almannavarnir og gerð mannheldra girðinga í kringum óörugg svæði í bænum. Áætlaður kostnaður við þessar aðgerðir var 470 milljónir króna.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Setja 470 milljónir í við­gerð í Grinda­vík“. Visir.is. 8. ágúst 2024.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.