Grettir Björnsson - Grettir Björnsson - 1976

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Grettir Björnsson - Grettir Björnsson
Forsíða Grettir Björnsson - Grettir Björnsson - 1976

Bakhlið Grettir Björnsson - Grettir Björnsson - 1976
Bakhlið

Gerð SG - 092
Flytjandi Grettir Björnsson
Gefin út 1976
Tónlistarstefna Harmonikulög
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjórn Sigurður Árnason

Grettir Björnsson - Grettir Björnsson er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1976. Hljóðritun fór fram hjá Tóntækni h.f. Tæknimaður: Sigurður Árnason. Hljóðblöndun: Sigurður Árnason og Grettir Björnsson.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. Klettafjallapolki - Lag: Grettir Björnsson Hljóðdæmi 
 2. Mexicó - Lag: Francis Lopez
 3. Þingvallamars - Lag: Hartvig Kristoffersen
 4. Rauðvínsglasið - Lag: Michel Peguri
 5. Nótt á Kúbu - Lag: Simons
 6. Tyrkneskur mars (K-331) - Lag: W- A. Mozart
 7. Hugrakki nautabaninn - Lag: Frosini
 8. Auðveldur sigur - Lag: Scott Joplin
 9. Tírólahatturinn - Lag: E. Hunziker
 10. Svart og hvítt - Lag: G. Bostard
 11. Drangeyjarpolki - Lag: Grettir Björnsson
 12. Í leikbrúðulandi - Lag: P. Deiro


Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Þetta er önnur stóra platan, sem hinn snjalli harmonikuleikari Grettir Björnsson gerir fyrir SG-hljómplötur. Á plötunni er að finna tvo skínandi góða polka, sem Grettir hefur samið og síðan tíu erlend lög frá sitt-hverju heimshorninu, sem ekki aðeins gerir plötuna fjölbreytta og skemmtilega heldur draga þessi lög fram það bezta í Gretti, Hann er ekki aðeins snjall harmonikuleikari að því er við kemur gömlu dönsunum eins og fyrri plötur hans gefa til kynna, heldur er hann jafnvígur á alla tegund tónlistar.

Nútíma tækni í hljóðritun gerir það kleift að á nokkrum stöðum leikur Grettir tvisvar í hverju lagi og kemur það bezt fram í lagi hans Drangeyjarpolki. Með Gretti leika Árni Scheving á bassa, Ólafur Gaukur á gítar, Helgi Kristjánsson á órafmagnaðan gítar í 2 lögum, Guðmundur R. Einarsson á trommur, Erlendur Svavarsson á trommur í laginu Mexikó og Reynir Sigurðsson á xylófón og maracas. Harmonikuútsetningar í flestum lögunum gerði Grettir Björnsson en Magnús Ingimarsson útsetti undirleikinn. Björn R. Einarsson útsetti lúðrasveitarundirleik í lögunum Þingvallamars og Tírólahatturinn og leika þar Björn R. Einarsson og Oddur Björnsson á trombón, Viðar Alfreðsson og Jón Sigurðsson á trompet, Gunnar Egilson á klarinet, Friðbjörn Stefánsson á baritonhorn og Bjarni Guðmundsson á túbu. Öllum hinum erlendu lögum hefur verið gefið íslenzkt heiti, nöfn þeirra þýdd eða þau skírð upp. Þar er Þingvallamars undanskilinn. Þetta er hið rétta heiti lagsins, en það er eftir norskan harmonikuleikara, sem tileinkaði lagið íslenzka harmonikuleikaranum Lýði Sigtryggssyni, sem flutti ungur til Noregs.