Grand Theft Auto III

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Grand Theft Auto III er leikur í Grand Theft Auto tölvuleikjaseríunni, útgefinn í október 2001 af Rockstar Games fyrir Playstation 2. Leikurinn var sá fyrsti í seríunni í þrívídd og framhald af Grand Theft Auto 2 og fyrirrennari Grand Theft Auto: Vice City. Hann var líka vinsælasti tölvuleikurinn árið 2001.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Leiksvið GTA III er Liberty City, skálduð bandarísk stórborg. Aðalpersónan Claude fremur bankarán með kærustu sinni Catalinu sem svíkur hann og hleypst á brott með Kólombíumanni. Claude er handtekinn og dæmdur í 10 ára fangelsi. Þegar verið er að flytja hann og tvo aðra fanga; 8-Ball sem er félagi Claude og svo eldri Kólombíumann, gera samlandar þess gamla árás á sendibílinn og frelsa hann. Claude og 8-Ball frelsast líka og fyrr en varir stendur Claude í útistöðum við Kolombígengi Liberty City m.a. gegnum vinnu sínu fyrir japönsku mafíuna Yakuza.

Við árásina þar sem þremenningarnir frelsast skemmdist Callahan bridge sem tengir Portland og Staunton Island. Vegna þess er leiksviðið í byrjun takmarkað við Portland en með tímanum þegar áhrif Claude hafa aukist er Callahan brúin löguð og þar með opnast fyrir annað hverfi - Staunton Island. Að lokum opnast fyrir þriðja hverfið, Shoreside Vale.

Claude er þögul persóna, þ.e. hann heyrist aldrei tala en í GTA III og er aldrei nefndur á nafn. Í Grand Theft Auto: San Andreas (framhald af Grand Theft Auto: Vice City) kallast hann Claude en er ekki spilanleg persóna.