Grand Theft Auto III

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Grand Theft Auto III er leikur í Grand Theft Auto seríunni. Leikurinn var gefinn út í október árið 2001 fyrir Playstation 2 af Rockstar Games. Hann var framhald af Grand Theft Auto 2 og á undan Grand Theft Auto Vice City. Hann var líka vinsælasti tölvuleikurinn árið 2001.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Í leiknum fer maður í fótspor ónafngreinds glæpamanns sem er svikinn af kærustu sinni og þarf að vinna sig upp til að ná kærustunni. Maður getur verið frjáls í borginni og gert hliðar störf, framið glæpi og sinna störfum. Leikurinn gerist í borg sem heitir Liberty City og er skálduð stórborg.

Allan tímann í leiknum heyrist aðalpersónan aldrei tala. Í leiknum er hann aldrei kallaður neinu nafni en í öðrum leik, Grand Theft Auto San Andreas er hann kallaður Claude en þá er hann ekki spilanleg persóna.