Fara í innihald

Gran Sasso

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gran Sasso
Gran Sasso d'Italia
Gran Sasso d'Italia
Hæð 2,912 metrar yfir sjávarmáli
Staðsetning Abrútsi, Ítalíu
Fjallgarður Appennínafjöll

Gran Sasso eða Gran Sasso d'Italia -- „stóri steinn“ er stærsta fjallið í Appennínafjallgarðinum á Ítalíu. Það er staðsett í héraðinu Abrútsi á Suður-Ítalíu. Á Gran Sasso eru tveir tindar; Corno Grande (stóra horn) og Corno Piccolo (litla horn), en á milli þeirra er syðsti jökull Evrópu. Francesco De Marchi frá Bologna kleif fjallið fyrstur manna árið 1573.

Á fjallinu er þjóðgarður; Gran Sasso-þjóðgarðurinn.