Grýla er að sönnu gömul herkerling

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Grýla er að sönnu gömul herkerling er gamalt Grýlukvæði eða einhvers konar Grýlubarnaþula. Jón Árnason (1819-1888) þjóðsagnasafnari þekkti þuluna frá barnsaldri og lét prenta hana út í Íslenzkum þjóðsögum og æfintýrum árið 1862:


Grýla er að sönnu
gömul herkerling,
bæði á hún bónda
og börn tuttugu.
Eitt heitir Skreppur,
annað Leppur,
þriðji Þröstur,
Þrándur hinn fjórði,
Böðvar og Brýnki,
Bolli og Hnúta,
Koppur og Kippa,
Strokkur og trympa,
Dallur og Dáni,
Sleggja og Sláni,
Djángi og Skotta.
Ól hún í elli
eina tvíbura,
Sighvat og Syrpu
og sofnuðu bæði.