Fara í innihald

Grímur Kristgeirsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grímur Kristgeirsson
Fæddur29. september 1897(1897-09-29)
Bakkakot í Skorradal, Ísland
Dáinn19. apríl 1971 (73 ára)
Reykjavík, Ísland
StörfRakari og stjórnmálamaður
TitillBæjarfulltrúi á Ísafirði
Kjörtímabil1934–1953
FlokkurAlþýðuflokkurinn
MakiSvanhildur Ólafsdóttir Hjartar
Börn1

Grímur Kristgeirsson (f. 29. september 1897 – d. 19. apríl 1971) var íslenskur rakari og stjórnmálamaður. Hann var faðir Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta Íslands.[1]

Grímur fæddist í Bakkakoti í Skorradal. Foreldrar hans voru Kristgeir Jónsson, bóndi, og Guðný Ólafsdóttir. Árið 1920, fluttist Grímur til Ísafjarðar þar sem hann starfaði fyrst sem lögregluþjónn í fjögur ár áður en hann opnaði rakarastofu. Árið 1939 kvæntist hann Svanhildi Ólafsdóttur frá Þingeyri. Hann var bæjarfulltrúi Alþýðuflokkins á Ísafirði frá 1934 til 1953 er fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur. Seinna starfrækti hann rakarastofu á Keflavíkurflugvelli sem hann rak til dauðadags.[1][2]

  1. 1,0 1,1 „Grímur Kristgeirsson“. Íslendingaþættir Tímans. 11. Ágúst 1971. bls. 8–12. Sótt 13. júlí 2023 – gegnum Tímarit.is.
  2. „Grímur Kristgeirsson“. Ísfirðingur. 1. maí 1971. bls. 2. Sótt 13. júlí 2023 – gegnum Tímarit.is.