Fara í innihald

Gráðostur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bleu de Gex, franskur gráðostur.

Gráðostur eða gráðaostur (af orðinu „gráði“ sem er myglulag á smjöri eða tólg) er almennt heiti yfir osta úr kúamjólk, kindamjólk eða geitamjólk þar sem myglusveppnum Penicillium roqueforti hefur verið bætt við. Lokaafurðin er doppótt eða með æðum úr blárri, blá-grárri eða blá-grænni myglu, og hefur sérstæða lykt, ýmist frá henni eða margvíslegum sérstaklega ræktuðum bakteríum. Í suma gráðosta er gróum bætt við áður en ystingurinn myndast á meðan í öðrum er gróum bætt við ystinginn eftir að hann myndast. Hægt er að borða gráðosta eina og sér, smurða, brotna eða bráðnaða í eða yfir mat.

Í Evrópusambandinu eru margir gráðostar eins og Roquefort, Danablu, Gorgonzola og Stilton með upprunamerkingu. Það þýðir að þeir mega eingöngu bera nafnið ef þeir hafa verið framleiddir í ákveðnu svæði í ákveðnu landi. Á sama hátt, hafa sum lönd verndað einstaka ostaheiti, eins og í Frakklandi og Ítalíu.

Gráðostar hafa oft sterkt og saltað bragð. Lyktin orsakast af myglunni og þeim bakteríum sem vaxa í ostinum: til dæmis er bakterían Brevibacterium linens ábyrg fyrir lyktinni af mörgum gráðostum.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Deetae P, Bonnarme P, Spinnler HE, Helinck S (október 2007). „Production of volatile aroma compounds by bacterial strains isolated from different surface-ripened French cheeses“. Appl. Microbiol. Biotechnol. 76 (5): 1161–71. doi:10.1007/s00253-007-1095-5. PMID 17701035.