Gouyave

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Loftmynd af Gouyave

Gouyave er höfuðborg sóknarinnar Saint John, Grenada og næststærsta sveitarfélag landsins. Árið 2008 voru íbúar Gouyave 3378.

Frakkar stofnuðu borgina árið 1734. Þegar Grenada varð undir stjórn Breta árið 1763 var borgin nefnd Charlotte Town eftir Karlottu drottningu. Skömmu síðar komst eyjan undir franska stjórn og var endurnefnd Gouyave, franska orðið fyrir gúava, vegna mikils fjölda gúava sem vaxa í kringum þorpið. Í bænum má finna slökkvistöð og pósthús,auk nokkurra verslana og banka.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.