Fara í innihald

Gordon Gekko

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gordon Gekko er persóna í kvikmyndunum Wall Street (1987) og Wall Street: Money Never Sleeps (2010) sem Oliver Stone leikstýrði. Gekko er leikinn af Michael Douglas, og er túlkun hans á hinum ógeðfellda Gekko í fyrri myndinni talin einn af hápunktum Douglas á leikaraferlinum. Árið 1988 hlaut Douglas Óskarsverðlaunin, sem besti karlleikari í aðalhlutverki fyrir það hlutverk.[1]

Karakter Gekko

[breyta | breyta frumkóða]

Í kvikmyndinni Wall Street (1987) er Gekko umbreytingarfjárfestir sem kaupir fyrirtæki í skuldsettum yfirtökum þeim tilgangi einum að hagnast á því að leysa þau upp og selja eignir. Slík viðskipti eru kölluð fyrirtækjagripdeildir (e: corporate raiding). Gekko, sem er holdgervingur græðgi og öfga Wall Street á níunda áratugnum, hefur verið valinn 24. best heppnaða illmenni kvikmyndasögunnar.[2]

Eftirminnilegastur er Gekko líklega fyrir ræðu sem hann flytur í kvikmyndinni Wall Street (1987) á hluthafafundi Teldar Paper, fyrirtækis sem hann var að leggja undir sig:

„Greed, for lack of a better word, is good. Greed is right. Greed works. Greed clarifies, cuts through, and captures, the essence of the evolutionary spirit. Greed, in all of its forms; greed for life, for money, for love, knowledge, has marked the upward surge of mankind and greed, you mark my words, will not only save Teldar Paper, but that other malfunctioning corporation called the U.S.A.“[3]

Fyrirmyndir að Gekko

[breyta | breyta frumkóða]

Gekko er byggður á „ruslbréfakonginumMichael Milken, verðbréfasala hjá fjárfestingarbankanum Drexel Burnham Lambert sem varð gjaldþrota 1990. Ástæða gjaldþrotsins var ekki síst viðamikil rannsókn Verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna á starfsemi Milken. Árið 1990 játaði Milken ýmis brot á skattalögum og lögum um verðbréfaviðskipti og sat tvö ár í fangelsi frá 1991-1993.

Auk þess að vera byggður á Milken má sjá að Gekko hefur ákveðna drætti af Ivan Boesky, öðrum þekktasta verðbréfasala níunda áratugarins. Árið 1987 var Boesky dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innherjaviðskipti og svik. Dómur Boesky hafði verið mildaður fyrir að bera vitni gegn Milken.[4] Skömmu áður en Boesky voru birtar ákærur og hann dæmdur hafði hann flutt ræðu í Berkeley-háskóla í Kalíforníu þar sem hann lét þau orð falla að græðgi væri bæði holl og góð:

„I think greed is healthy. You can be greedy and still feel good about yourself“.[5]
  1. „Imdb.com“. Sótt 23. september 2010.[óvirkur tengill]
  2. „AFI's 100 Years... Heroes and Villains“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 7. ágúst 2011. Sótt 23. september 2010.
  3. „American Rhetoric. Movie Speech "Wall Street" (1987)“. Sótt 23. september 2010.
  4. „Total Film. "The Story Behind Wall Street: Money Never Sleeps". Sótt 23. september 2010.
  5. „The Eighties Club. The Politics and Pop Culture of the 1980s. "Wolves on Wall Street". Afrit af upprunalegu geymt þann 27. september 2010. Sótt 23. september 2010.