Gogoyoko

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Einkennismerki Gogoyoko

Gogoyoko var íslenskt sprotafyrirtæki[1] sem stóð á bavkið netsamfélagið og tónlistarveituna www.gogoyoko.com. Eftir erfiðan rekstur urðu breytingar hjá fyrirtækinu, nýr framkvæmdastjóri tók við, heitir fyrirtækið nú ATMO og er ný stefna að sérhæfa sig í tónlistarlausnum fyrir fyrirtæki[2]

Á gogoyoko.com gátu tónlistarmenn og plötuútgáfur komið tónlist sinni á framfæri á alþjóðamarkaði, án milliliða. Tónlistaráhugamenn gátu keypt tónlist beint frá listamönnum sjálfum, sem og plötuútgáfum, og hlustað á tónlist án greiðslu.[3] Síðan var janframt vettvangur samskipta milli notenda og listamanna, sem líkja má við samfélagsvefi á borð við MySpace og Facebook.

Höfuðstöðvar Gogoyoko voru til að byrja með í Árbæ í Reykjavík, en í byrjun 2009 flutti fyrirtækið í Mörkina. Í september 2010 flutti Gogoyoko á Hverfisgötu 18. Starfsemi þess fór einnig fram í Þýskalandi, Noregi, og Bretlandi.

Í Maí 2009 opnaði gogoyoko.com í 'Beta' prufunar-umhverfi og nokkrum dögum síðar var síðan opnuð listamönnum og almenningi á Íslandi. Stefnt var á opnun síðunnar á alþjóðavettvangi síðar árið 2009 og 2010.[4]

Bakgrunnur Gogoyoko[breyta | breyta frumkóða]

Gogoyoko var stofnað í Nóvember 2007 af tónlistarmönnunum Hauki Magnússyni og Pétri Úlfi Einarssyni, sem vildu búa til nýjan vettvang fyrir sig og aðra tónlistarmenn til að koma tónlist sinni á framfæri á alþjóðavettvangi — og hafa jafnframt tekjur af verkum sínum. Reynir Harðarson, einn stofnenda CCP, er janframt einn af stofnendum Gogoyoko og situr í stjórn fyrirtækisins.

Samkvæmt heimasíðu Gogoyoko var það reynsla stofnendanna af því að selja tónlist sína og koma henni á framfæri á alþjóðavettvangi, þar sem milliliðir tóku stóran hluti af kökunni og stjórn listamannanna á eigin verkum var lítil sem engin, sem varð til þess að þeir settu Gogoyoko á laggirnar.[5]

Sérstaða Gogoyoko[breyta | breyta frumkóða]

Í viðtali á Visir.is sagði Eldar Ástþórsson, fyrrverandi, talsmaður Gogoyoko að aðstandendur síðunnar ætli sér að koma fram með nýjar hugmyndir um hvernig tónlist er seld og dreifð á netinu. Í greininni kemur fram að Gogoyoko muni sameina eiginleika vefsíðna eins og Last Fm, Itunes og Myspace, en einnig bjóða upp á nýja eiginleika.[6]

„Það er mjög hörð samkeppni í þessu en enginn er að gera það sama og við. Við gerum okkur grein fyrir sérstöðu okkar og erum fullir sjálfstrausts. Við verðum að koma með eitthvað nýtt sem gagnast bæði neytendum og tónlistarfólki. Við gætum alveg eins gleymt þessu ef við gerðum það ekki.“[7]

Á Gogoyoko geta listamenn og rétthafar tónlistar ákveðið verð á lögum og plötum og fylgst með sölunni í rauntíma. Þeir fá einnig hluta af þeim auglýsingatekjum sem skapast á Gogoyoko, í samræmi við spilun á verkum sínum.[8]

Samkvæmt heimasíðu Gogoyoko er gert ráð fyrir að listamenn og rétthafar tónlistar fái 40% af auglýsingatekjum og „byltingarkenndan“ skerf af sölu tónlistar — þar sem hægt er að stunda milliliðalaus viðskipi og engin söluþóknun tekin, aðeins þjónustu- og færslugjöld („transaction fees“).[9]

Ralph Simon, stjórnarformaður Mobilium Advisory Group og stofnandi útgáfufyrirtækjanna Zomba group and Jive Records, hefur verið áhugasamur um þróun og hugmyndafræði Gogoyoko. Eftir heimsókn sína til Reykjavík á You're in Control ráðstefnuna í október 2008 lýsti hann yfir hrifningu sinni á síðunni í grein sinni 'Hot Topics in Iceland at You Are in Control Conference' fyrir vefrit MIDEM ráðstefnunnar.[10]

Góðgerðarmál[breyta | breyta frumkóða]

Góðgerðarmál eru hluti af hugmyndafræði Gogoyoko og renna 10% af auglýsingatekjum fyrirtækisins til alþjóðlegra samtaka sem vinna á sviði góðgerðar- og umhverfismála. Notendur og listamenn eru jafnframt hvattir til að láta gott af sér leiða, listamenn geta gefið 10% sölu tónlistar sinnar til málefnis að eigin vali.[11]

Ekkert hefur enn verið gefið upp um hvaða samtök Gogoyoko vinnur með eða hvaða málefni notendur síðunnar og listamenn hennar geta stutt við.

Í ágúst 2009 setti íslenska hljómsveitin múm út plötu sína 'Sing Along to Songs You Don't Know' í sölu á gogoyoko.com þar sem 10 % af sölu plötunnar rann til samtakana Refugee United. [12]

Nafnið[breyta | breyta frumkóða]

Ekki hefur verið gefið nein skýring á nafninu. Höfundar greinarinnar 'Gogoyokio — Fair play in music' velta upp þeirri hugmynd að nafnið hafði verið sótt til Yoko Ono, ekkju John Lennon, en það hefur aldrei verið staðfest.[13]

Haukur Magnússon einn stofnenda Gogoyoko, sagði nafnið ekki vísun í ákveðna persónu en að „nafnið hafi marga vinkla“. „Í fyrsta lagi er mjög hressandi að skrifa það á lyklaborð, með sínum fjóru o-um. Það hefur vísun í gógó-gelluna og hvatningarorðin GOGO - að framkvæma sjálfur í staðinn fyrir að sitja úti í horni og væla.“ Hvað tenginguna við Yoko Ono varðar segir Haukur; „Það er náttúrulega mjög músíkalskt. Yoko er táknmynd skemmtilegra hluta, eins og friðar og góðgerðarstarfsemi...“[14]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Íslensk sprotafyrirtæki Geymt 1 janúar 2009 í Wayback Machine, heimsótt 2008-12-09.
  2. Viðskiptablaðið Geymt 24 júlí 2014 í Wayback Machine Gogoyoko verður ATMO og breytir um stefnu
  3. AllScandinavian.com, Gogoyko - Fair play in music', heimsótt 2008-11-30.
  4. Iceland Music Export, Útflutningsráð Íslands, Gogoyoko ready to gogo, heimsótt 2008-10-19.
  5. Heimasíða Googyoko, 'About' heimsótt 2008-10-19.
  6. Visir.is, Ný hugsun í sölu tónlistar á netinu.
  7. Visir.is, Ný hugsun í sölu tónlistar á netinu.
  8. Iceland Music Export, Útflutningsráð Íslands, 'Gogoyoko ready to gogo', heimsótt 2008-10-19.
  9. [1] Geymt 19 desember 2008 í Wayback Machine, Heimasíða Googyoko, 'About' heimsótt 2008-10-19.
  10. MidemNet blog, Ralph Simon: Hot Topics in Iceland at You Are in Control Conference.
  11. AllScandinavian.com, 'Gogoyko — Fair play in music', heimsótt 2008-11-30.
  12. Mbl.is, 'múm á gogoyoko.com', 14. ágúst 2009
  13. AllScandinavian.com, 'Gogoyko - Fair play in music', heimsótt 2008-11-30.
  14. Fréttablaðið, Markaðurinn[óvirkur tengill], 'Vilja bylta bransanum', 9. júlí 2008

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]