Gleðileg jól - Fjórtán jólalög

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Gleðileg jól - Fjórtán jólalög
Forsíða Gleðileg jól - Fjórtán jólalög

Bakhlið Gleðileg jól - Fjórtán jólalög
Bakhlið

Gerð SG - 029
Flytjandi Ýmsir
Gefin út 1970
Tónlistarstefna Jólalög
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur

Gleðileg jól - Fjórtán jólalög er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1970. Ljósmynd á plötuumslagi tók Jón Þórðarson.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. Heims um ból - Lag - texti: F. Gruber — Sveinbjöm Egilsson - Guðmundur Jónsson og barnakór.
 2. Litla jólabarn - Worsing/Brandstrup — Ómar Ragnarsson - Telpnakór úr Álftamýrarskóla.
 3. Litli trommuleikarinn - Lag - texti: H. Stmeone/H. Onarati, — Stefán Jónsson - Ragnar Bjarnason.
 4. Gáttaþefur gœgist hér inn - Lag - texti: Gillespie/Coatls — Ómar Ragnarsson - Ómar Ragnarsson.
 5. Oss barn er fœtt í Betlehem - Lag - texti: Íslenzkt þjóðlag og þjóðvísa - Savanna tríóið.
 6. Bráðum koma blessuð jólin - Lag - texti: F. Bradbury — Jóhannes úr Kötlum - Telpnakór úr Melaskóla.
 7. Ó, Jesúbarnið blítt - Lag - texti: Johann Sebastian Bach — Jakob Jóh. Smári - Kirkjukór Akureyrar.
 8. Í Betlehem er barn oss fœtt - Lag - texti: Danskt þjóðlag — Valdimar Briem - Guðmundur Jónsson og barnakór.
 9. Ég sá mömmu kyssa jólasvein - Lag - texti: T. Connort — Hinrik Bjarnason - Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi. Hljóðdæmi 
 10. Krakkar mínir komið þið sæl - Lag - texti: H. Helgason — Þorst.Ö. Stephensen - Ómar Ragnarsson og telpur úr Langholtsskóla.
 11. Jólasveinninn minn - Lag - texti: Autry/Haldetman — Ómar Ragnarsson - Elly Vilhjálms.
 12. Nóttin var sú ágœt ein - Lag - texti: Íslenzkt þjóðlag og þjóðvísa - Savanna tríóið.
 13. Jólasveinar ganga um gólf - Lag - texti: Friðrik Bjarnason — Þjóðvísa - Telpnakór úr Melaskóla.
 14. Í gegnum lífsins œðar allar - Lag - texti: L. Nielsen — Matthías Jocbumsson - Kirkjukór Akureyrar.

Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Á þessari hljómplötu eru fjórtán jólalög og sálmar sem allir Íslendingar þekkja og að sjálfsögðu einnig margar aðrar þjóðir, því mikill fjöldi ljóðanna er gerður við erlend jólalög og sálma. Ber þar að sjálfsögðu fyrst að telja hinn kunna jólasálm Heims um ból. Aðrir sálmar eru Í Betlehem er barn oss fætt, en báða þessa sálma syngur Guðmundur Jónsson óperusöngvari með barnakór. Kirkjukór Akureyrar syngur aðra tvo sálma: Ó Jesúbarn blítt og alkunnan sálm eftir sálmaskáldið Matthías Jochumsson, Í gegnnm lífsins æðar allar.

Af jólalögum má nefna ameríska lagið Ég sá mömmu kyssa jólasvein, franska lagið Litli trommnleikarinn og danska lagið Litla jólabarn. Öll þessi lög eru jafnframt kunn utan Íslands, en ljóðin hafa notið sívaxandi vinsælda á Íslandi jól eftir jól. Þá syngur Savanna-tríóið tvö íslenzk þjóðlög; Oss barn er fætt í Betlehem og Nóttin var sú ágæt ein. Þessi lög eru að verða kærkomin þeim sem hafa áhuga á þjóðlögum, því lögin eru ævagömul þó vísurnar séu tengdar jólunum, en það er frekar fágættt um íslenzkar þjóðvísur. Allir þeir, sem syngja á þessari plötu, eru í hópi kunnustu söngvara á Íslandi, og kórarnir standa fyrir sínu, hvort sem það eru barnakórar úr skólum Reykjavíkur eða þjálfaðir kórar eins og Kirkjukór Akureyrar.