Gjaldeyrislán
Útlit
Gjaldeyrislán er lán sem er tekið í erlendum gjaldeyri. Gjaldeyrislán geta verið í hinum ýmsu gjaldmiðlum erlendra ríkja. Gjaldeyrislán eru leyfileg á Íslandi og hafa verið það lengst af, hvort sem um er að ræða innlenda eða erlenda aðila. Eftir hrun fjármálakerfisins var til að mynda tekið risastórt gjaldeyrislán fyrir Seðlabanka Íslands og höft sett á gjaldeyrisviðskipti annarra innlendra aðila, en burtséð frá höftunum er samt ennþá heimilt að lána erlendan gjaldeyri eða þiggja hann að láni frá þeim sem eiga eitthvað af honum, ef þeir kjósa að semja sín á milli um slíkar lánveitingar.[1]
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Hagsmunasamtök heimilanna (2013). „Hvert eiga lántakendur að leita?“. SPYR.is.