Gjögur (S-Þingeyjarsýslu)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Gjögur (S-Þingeyjasýslu))
Gjögurinn séður af hafi. Horft er norðan á fjallið, Keflavík til vinstri. Framan í fjallinu sést glitta í vitann á Gjögurtá.

Gjögur, Gjögrar eða Gjögurfjall er ysta fjall á Flateyjarskaga, 721 m á hæð. Fram úr fjallinu gengur lítið nes sem kallast Gjögurtá og markar það mynni Eyjafjarðar austan megin. Austan fjallsins er Keflavík, en sunnan þess eru Látrar. Gjögurfjall er einnig nyrsta fjall Látrafjalla, en svo nefnist fjallgarðurinn upp af Látraströnd allt inn að Kaldbak fyrir ofan Grenivík.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.