Fara í innihald

Hótel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Gistihús)
Radisson Blu Hotel i Szczecin, Pólland
Llao llao Hotel i Argentína

Hótel eða gistihús er fyrirtæki sem lætur fólk greiða fyrir gistirými, þ.e. fyrir að fá að dvelja (og sofa) í herbergi eða svítu. Sumstaðar þarf að greiða aukalega fyrir herbergi með baðherbergi og loftkælingu. Áður fyrr var aðstaða einfaldari og samanstóð af herbergi með rúmi, skáp og þvottaskál. Núna er hótelaðstaða oftast vandaðari. Ekki er óvanalegt að í herbergjunum sé sími, vekjaraklukka, sjónvarp, tenging við Netið og minibar. Stór hótel eru mörg hver með aðra aðstöðu eins og veitingahús, sundlaug, barnaheimili og fundarsali. Í sumum hótelum eru máltíðir ókeypis og oftlega er morgunmatur gestum að kostnaðarlausu.

Orðið „hótel“ er komið af frönska orðinu hôtel sem á við franskt raðhús.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.