Fara í innihald

Gilgames

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Gilgamesh)

Gilgames (súmerska: Bilgamesh) var konungur í borginni Úrúk í Mesópótamíu. Samkvæmt listanum yfir súmerska konunga stjórnaði hann í tíð annarrar konungsættar (u.þ.b. 2700 til 2500 f.Kr.). Hann varð 123 ára gamall og var sonur viskugyðjunnar Nínsún og hálfguðsins Lugalbanda, og var því tveir þriðji guð og einn þriðji maður og þess vegna dauðlegur. Það er talið að Gilgamesh sé mikilvægastur konunga Súmera.