Getafe

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Getafe úr lofti.

Getafe er borg og sveitarfélag í Sjálfsstjórnarsvæðinu Madríd með um 180.000 íbúa (2018). Borgin er um 13 km suður af Madríd og iðnvæddist fljótt vegna nálægðar við höfuðborgina. Í Getafe eru flugvélaverksmiðjur Airbus og herflugstöð sem byggð var árið 1911. Ýmis iðnaður er nú í borginni.

Knattspyrnulið borgarinnar er Getafe CF.