Fara í innihald

George Russell

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
George Russell
Russell árið 2021
Fæddur
George William Russell

15. febrúar 1998 (1998-02-15) (26 ára)
ÞjóðerniBretland Breskur
StörfFormúlu 1 ökumaður

George William Russell (f.15. febrúar, 1998) er breskur ökuþór sem hefur keppt í Formúlu 1 frá árinu 2019. Í dag keyrir Russell fyrir Mercedes-Benz liðið en áður hafði hann keyrt fyrir Williams liðið í Formúlu 1. Russell hefur aldrei orðið heimsmeistari í Formúlu 1 en hans besti árangur á tímabili var árið 2022 með Mercedes-Benz liðinu. Hann endaði það tímabil með 275 stig.