Genakort

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Genakort sýna fjarlægð á milli gena og röð þeirra með því að skoða endurröðunartíðni á milli erfðamarka eða arfgengra eiginleika. Erfðamörk eru sameindalegar breytingar á erfðaefninu (SNP, DNA örtungl, innskot eða úrfellingar). Genakort eru byggð út frá ættartré, æxlun á milli skilgreindra stofna eða lína (stundum innræktaðra afbrigða) og með geislamerkingum á frumulínublendingum[1]. Erfðafræðilegar lengdir eru gefnar upp í einingunni Morgan eða centiMorgan (cM). Genakort og raunkort eru mismunandi, því raunkort lýsa bara röð basa á litningi, en genakortið segir til um fjarlægð í endurröðunareiningum.

Genakort byggja á erfðafræðilegum tengslum.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]