Gemma Hayes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gemma Hayes.

Gemma Hayes (fæddur 11. Ágúst, 1977) er írsk tónlistarkona. Hún syngur, spilar á gítar, píanó og munnhörpu. Hún er einnig meðlimur í hljómsveitunum The Cake Sale og Printer Clips . Hayes spilar þjóðlagaskotið indie-rokk og jaðarrokk.

Uppvöxtur og ferill[breyta | breyta frumkóða]

Hayes ólst upp í Ballyporeen í Tipperarysýslu með foreldrum sínum og sjö öðrum systkinum. Hún var umkringd tónlist frá unga aldri og undir miklum áhrifum frá systkinum sínum og föður sem var að hljómborðsleikari í hljómsveit. Hayes fór í heimavistarskóla í Limerick og notaði tónlist til að sporna við leiðindum. Síðar fór hún til Dublin og stundaði nám í University College Dublin í félagsfræði og sálfræði en hætti námi til að einbeita sér að tónlist ásamt því að vinna hlutastarf í þvottahúsi. Hún flutti um skeið til Los Angeles en sneri svo aftur til Dublin. Hayes gift er Stuart Musgrave og eignaðist son árið 2014. Hayes hefur hlotið verðlaun sem besti kvenkyns tónlistarmaðurinn á Írlandi.

Breiðskífur [breyta | breyta frumkóða]