Geitur (sjúkdómur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Geitur (fleirtalan af geit) (fræðiheiti: favus) er sýking í húð, einkum í hársverði, af völdum svepps, sem myndar gulleitt hrúður. Geitur lýsa sér fyrst með ofurlitlum þurrum kringlóttum ljósgulum (brennisteinslituðum) skorpum. Þegar sjúkdómurinn tekur að grassera visnar síðan hárið og losnar. Geitnahaus er höfuð sem er smitað af geitum.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.