Actinomycetales
Útlit
(Endurbeint frá Geislagerlar)
Actinomycetales | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Rafeindasmásjármynd af Actinomyces israelii.
| ||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
| ||||||||||
Undirættbálkar/Ættir | ||||||||||
Actinomycetales eða geislagerlar er fremur stór og fjölskrúðugur ættbálkur baktería. Þær teljast Gram-jákvæðar þrátt fyrir að margar tegundir ættbálksins sé erfitt að lita með hefðbundinni gramlitun, en bygging frumuveggja þeirra er þó ótvírætt í samræmi við aðrar Gram-jákvæðar bakteríur.
Helstu búsvæði geislagerla eru í jarðvegi, en innan ættbálksins er einnig að finna nokkuð af sýklum, þar á meðal barnaveikisýkilinn og berklasýkilinn, auk baktería af ættkvísl Actinomyces sem valdið geta svokallaðri geislagerlabólgu[2].
Innan ættbálksins eru all margar tegundir sem framleiða annarsstigs lífefna með örveruhemjandi virkni og eru þau sum hver eru nýtt sem sýklalyf.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ R. E. Buchanan (1917) „Studies in the nomenclature and classification of bacteria. II. The primary subdivisions of the Schizomycetes.“ J. Bacteriol. 2, 155-164.
- ↑ Ragnar F. Ingvarsson, Lárus Jónsson, Hafsteinn Sæmundsson og Magnús Gottfreðsson (2007) „Geislagerlabólga í sjötugri konu með gleymda lykkju - Sjúkratilfelli og yfirlit um sjúkdóminn“ Læknablaðið 93, 479-485.